Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Bryndís Fiona Ford, Ingunn Jónsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson skrifa 19. júní 2025 08:32 Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar