Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2025 11:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra flytur opnunarávarp fundarins. Vísir/Anton Brink „Réttlæti og ábyrgð: Vernd barna í Úkraínu“ er yfirskrift opins fundar á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og UNICEF á Íslandi sem fram fer í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar milli klukkan 12 og 13:15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Um fundinn segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi valdið ómældum mannlegum þjáningum og stórfelldri eyðileggingu. Ólöglegt og kerfisbundið brottnám úkraínskra barna á hernumdum svæðum rússneska hersins hafi vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. „Mikilvægt er að ábyrgðarskylda og réttlæti sé tryggð vegna þeirra brota sem Rússland hefur framið. Stofnsetning tjónaskrár fyrir Úkraínu, sem var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023, tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Nú undirbýr tjónaskráin að taka sérstaklega fyrir brot sem framin hafa verið gegn börnum, þar á meðal ólögmætar brottvísanir. Þetta markar mikilvægt skref í að viðurkenna erfiða reynslu yngstu fórnarlambanna í stríðinu og leggja grunninn að framtíðarbótum. Á þessum opna fundi verður varpað ljósi á mikilvægi ábyrgðarskyldu eftir stríðsátök og spurningum varpað fram um hvernig hægt sé að tryggja réttlæti fyrir úkraínsk börn? Hvað séu sanngjarnar bætur fyrir víðtæk brot sem framin hafa verið? Hvernig ríki og stofnanir geti hjálpað til við að breyta skrásettum tjónum í raunverulegan stuðning fyrir fórnarlömb? Opnunarorð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Ávörp frá Róberti Spanó, formanni tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart úkraínskum börnum sem jafnframt taka þátt í pallborðsumræðum í kjölfarið ásamt Yuliu Kyrpa, framkvæmdastjóra hjá AEQUO og stjórnarmanni hjá tjónaskrá Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Fundarstjóri: Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Réttindi barna Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Um fundinn segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi valdið ómældum mannlegum þjáningum og stórfelldri eyðileggingu. Ólöglegt og kerfisbundið brottnám úkraínskra barna á hernumdum svæðum rússneska hersins hafi vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. „Mikilvægt er að ábyrgðarskylda og réttlæti sé tryggð vegna þeirra brota sem Rússland hefur framið. Stofnsetning tjónaskrár fyrir Úkraínu, sem var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023, tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Nú undirbýr tjónaskráin að taka sérstaklega fyrir brot sem framin hafa verið gegn börnum, þar á meðal ólögmætar brottvísanir. Þetta markar mikilvægt skref í að viðurkenna erfiða reynslu yngstu fórnarlambanna í stríðinu og leggja grunninn að framtíðarbótum. Á þessum opna fundi verður varpað ljósi á mikilvægi ábyrgðarskyldu eftir stríðsátök og spurningum varpað fram um hvernig hægt sé að tryggja réttlæti fyrir úkraínsk börn? Hvað séu sanngjarnar bætur fyrir víðtæk brot sem framin hafa verið? Hvernig ríki og stofnanir geti hjálpað til við að breyta skrásettum tjónum í raunverulegan stuðning fyrir fórnarlömb? Opnunarorð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Ávörp frá Róberti Spanó, formanni tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart úkraínskum börnum sem jafnframt taka þátt í pallborðsumræðum í kjölfarið ásamt Yuliu Kyrpa, framkvæmdastjóra hjá AEQUO og stjórnarmanni hjá tjónaskrá Evrópuráðsins fyrir Úkraínu og Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Fundarstjóri: Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Réttindi barna Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira