Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Lovísa Arnardóttir skrifar 21. júní 2025 07:01 Ingveldur ræddi stöðuna á veginum í kvöldfréttum stuttu eftir banaslysið. Hún kallar enn eftir viðbrögðum og betri fallvörnum. Samsett Ekki stendur til að bæta fallvarnir vegna grjóthruns við Holtshnúp þar sem varð banaslys í mars á þessu ári. Ráðherra segir fjármagni forgangsraðað í önnur verkefni. Það hafi komið til greina að setja upp varnir við veginn en það ekki enn komist til framkvæmdar. Íbúi við veginn segir stjórnvöld verða að forgangsraða. Það sé óásættanlegt að ekki séu varnir við veginn. Þetta kemur fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og íbúa í Varmahlíð. Þar segir að fjármunum í minni umferðaröryggisaðgerðir sé forgangsraðað árlega og sem stendur séu aðgerðir við Holtshnúp ekki á áætlun. Aðrir vegakaflar njóti forgangs. Banaslys varð við veginn í mars þegar grjóthrun varð úr Steinafjalli við Holtshnúp. Erlendur ferðamaður lést í slysinu og tveir aðrir slösuðust minniháttar. Í svarinu kemur þó fram að þessi staður hafi oft komið til álita, ásamt öðrum sambærilegum stöðum, þegar skoðað hefur verið að koma upp vörnum. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir fallvarnir við Holtsnúp ekki á dagskrá. Vísir/Vilhelm „Ýmsar útfærslur eða lausnir hafa í þessu samhengi verið ræddar án þess að hægt sé að slá því föstu að til sé lausn sem eyðir alfarið hættu af völdum grjóthruns, önnur en að færa veginn. Á vegakerfinu eru margir kaflar sem kalla á sérstakar öryggisaðgerðir og við þessa vinnu hafa aðrir kaflar raðast framar í forgangsröðun fram að þessu.“ Þar kemur einnig fram að á landsvísu hafi, síðustu 25 árin, verið skráð 96 tilvik þar sem snjór eða grjót hefur hrunið á ökutæki, þar af sex þar sem voru skráð meiðsl á fólki. Skrá ekki endilega hrun Vegagerðin skráir samkvæmt svarinu ekki sérstaklega hreinsun á vegi sama hvort það er eftir grjót eða aðra aðskotahluti en víða í vegakerfinu er að finna staði þar sem grjóthrun verður við veg. Ef tilkynning kemur til þjónustustöðvar Vegagerðarinnar eða ef starfsmenn verða sjálfir varir við grjót á vegi eða við veg er farið strax í hreinsun. Eins og má sjá á kortinu eru fallvarnir á fimm stöðum á landinu. Grjóthrun hefur verið skráð á 96 stöðum síðustu 25 ár. Vegagerðin Samkvæmt svari ráðherra er því ekki víst að öll tilfelli séu skráð og því ekki endilega til tölfræði um það. Á síðustu árum hafi skráningar verið um 30 til 60 á ári. Þeir staðir þar sem helst er talin hætta á skriðum eða grjóthruni eru skráðir á kort sem sýnir einnig aðra vá á vegum. Kortið má sjá að ofan en þar má einnig sjá að grjótvarnir eru aðeins á fimm stöðum á landinu. Á þremur stöðum á Norðausturlandi, einum á Suðurnesjum og einum á Austurlandi. Ráðherra hefur beðið Vegagerðina að hefja formlega skráningu á tilkynningum vegna grjóthruns á vegum og samkvæmt svari ráðherra hefur Vegagerðin verið í samtali við Veðurstofuna um sameiginlega skráningu um grjóthrun og skriðuföll en því ferli er ekki lokið. Verði að grípa til aðgerða Ingveldur segir svar ráðherra ekki glæsilegt og stöðuna óásættanlega. Hún segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða. „Bændur hafa fjarlægt steina við þennan veg, stundum tilkynnt, stundum ekki - þrátt fyrir það, þá verður að grípa til aðgerða þarna fyrir íbúa og ferðamenn sem keyra þennan veg daglega.“ Í samtali við fréttastofu segir Ingveldur að hún ætli ekki að láta þarna staðar numið. Fari hún aftur inn á þing sem varaþingmaður ætli hún að halda áfram að spyrja út í þetta og þá til dæmis sérstaklega um það í hvað fjármagn sem hefur verið útdeilt í „minni umferðaröryggisaðgerðir“ hafi farið í. Ingveldur segir að frá því í mars hafi ekki orðið frekara grjóthrun en hún hafi þó alltaf varann á þegar hún ekur um svæðið, og þá sérstaklega í myrkri. Grjóthrunið sé algengast á haustin og vorin í leysingum. „Mamma keyrði á stein nákvæmlega þarna fyrir um þremur árum, það var í myrkri,“ segir Ingveldur. Þá hafi hún verulegar áhyggjur af skólabílnum sem aki þarna um allt að sex sinnum á dag. Hún segir umferð hafa margfaldast um veginn síðustu ár og það verði að grípa til aðgerða. Hún bindi vonir við það að hægt verið að setja fjármagn í fallvarnir við veginn á næsta ári. „Þetta er eilífur slagur.“ Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Rangárþing eystra Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Slysavarnir Tengdar fréttir Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. 2. apríl 2025 12:11 Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og íbúa í Varmahlíð. Þar segir að fjármunum í minni umferðaröryggisaðgerðir sé forgangsraðað árlega og sem stendur séu aðgerðir við Holtshnúp ekki á áætlun. Aðrir vegakaflar njóti forgangs. Banaslys varð við veginn í mars þegar grjóthrun varð úr Steinafjalli við Holtshnúp. Erlendur ferðamaður lést í slysinu og tveir aðrir slösuðust minniháttar. Í svarinu kemur þó fram að þessi staður hafi oft komið til álita, ásamt öðrum sambærilegum stöðum, þegar skoðað hefur verið að koma upp vörnum. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir fallvarnir við Holtsnúp ekki á dagskrá. Vísir/Vilhelm „Ýmsar útfærslur eða lausnir hafa í þessu samhengi verið ræddar án þess að hægt sé að slá því föstu að til sé lausn sem eyðir alfarið hættu af völdum grjóthruns, önnur en að færa veginn. Á vegakerfinu eru margir kaflar sem kalla á sérstakar öryggisaðgerðir og við þessa vinnu hafa aðrir kaflar raðast framar í forgangsröðun fram að þessu.“ Þar kemur einnig fram að á landsvísu hafi, síðustu 25 árin, verið skráð 96 tilvik þar sem snjór eða grjót hefur hrunið á ökutæki, þar af sex þar sem voru skráð meiðsl á fólki. Skrá ekki endilega hrun Vegagerðin skráir samkvæmt svarinu ekki sérstaklega hreinsun á vegi sama hvort það er eftir grjót eða aðra aðskotahluti en víða í vegakerfinu er að finna staði þar sem grjóthrun verður við veg. Ef tilkynning kemur til þjónustustöðvar Vegagerðarinnar eða ef starfsmenn verða sjálfir varir við grjót á vegi eða við veg er farið strax í hreinsun. Eins og má sjá á kortinu eru fallvarnir á fimm stöðum á landinu. Grjóthrun hefur verið skráð á 96 stöðum síðustu 25 ár. Vegagerðin Samkvæmt svari ráðherra er því ekki víst að öll tilfelli séu skráð og því ekki endilega til tölfræði um það. Á síðustu árum hafi skráningar verið um 30 til 60 á ári. Þeir staðir þar sem helst er talin hætta á skriðum eða grjóthruni eru skráðir á kort sem sýnir einnig aðra vá á vegum. Kortið má sjá að ofan en þar má einnig sjá að grjótvarnir eru aðeins á fimm stöðum á landinu. Á þremur stöðum á Norðausturlandi, einum á Suðurnesjum og einum á Austurlandi. Ráðherra hefur beðið Vegagerðina að hefja formlega skráningu á tilkynningum vegna grjóthruns á vegum og samkvæmt svari ráðherra hefur Vegagerðin verið í samtali við Veðurstofuna um sameiginlega skráningu um grjóthrun og skriðuföll en því ferli er ekki lokið. Verði að grípa til aðgerða Ingveldur segir svar ráðherra ekki glæsilegt og stöðuna óásættanlega. Hún segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða. „Bændur hafa fjarlægt steina við þennan veg, stundum tilkynnt, stundum ekki - þrátt fyrir það, þá verður að grípa til aðgerða þarna fyrir íbúa og ferðamenn sem keyra þennan veg daglega.“ Í samtali við fréttastofu segir Ingveldur að hún ætli ekki að láta þarna staðar numið. Fari hún aftur inn á þing sem varaþingmaður ætli hún að halda áfram að spyrja út í þetta og þá til dæmis sérstaklega um það í hvað fjármagn sem hefur verið útdeilt í „minni umferðaröryggisaðgerðir“ hafi farið í. Ingveldur segir að frá því í mars hafi ekki orðið frekara grjóthrun en hún hafi þó alltaf varann á þegar hún ekur um svæðið, og þá sérstaklega í myrkri. Grjóthrunið sé algengast á haustin og vorin í leysingum. „Mamma keyrði á stein nákvæmlega þarna fyrir um þremur árum, það var í myrkri,“ segir Ingveldur. Þá hafi hún verulegar áhyggjur af skólabílnum sem aki þarna um allt að sex sinnum á dag. Hún segir umferð hafa margfaldast um veginn síðustu ár og það verði að grípa til aðgerða. Hún bindi vonir við það að hægt verið að setja fjármagn í fallvarnir við veginn á næsta ári. „Þetta er eilífur slagur.“
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Rangárþing eystra Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Slysavarnir Tengdar fréttir Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. 2. apríl 2025 12:11 Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. 2. apríl 2025 12:11
Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent