Réttlæti fyrir þjóðina, framfarir fyrir landsbyggðina Guðmundur Ari Sigurjónson skrifar 23. júní 2025 08:00 Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Breytingar á veiðigjöldum Byggðamál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar