Þegar hið óhugsanlega gerist Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 24. júní 2025 07:02 Tryggingar endurspegla lífið og er ætlað að grípa okkur þegar óvæntir atburðir gerast og valda okkur tjóni. Þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun í takt við tímann hverju sinni, lifnaðarhætti fólks og viðhorf. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi og einnig hefur verið skarð í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutrygging Sjóvár er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hugsuð til að veita foreldrum meiri hugarró á þessu einstaka tímabili í lífi þeirra og stuðning ef þörf krefur. Með nærgætni að leiðarljósi Um leið og ljóst er að sumt verður aldrei bætt þá geta tryggingar mögulega veitt fólki rými og svigrúm á erfiðum stundum. Meðgöngutrygging er viðleitni til að auka öryggistilfinningu á meðgöngu, við fæðingu og fyrstu daga barnsins. Tryggingin er leið til að styðja við fjárhagslegt öryggi fjölskyldna og var þróuð í samstarfi við Einstök börn og Gleym mér ei styrktarfélag sem þekkja vel hvar skórinn kreppir þegar eitthvað kemur upp á þessum viðkvæma tíma í lífi foreldra og barna. Gerð var þarfagreining og leitað ráðgjafar varðandi fagþekkingu á kvensjúkdómum og fæðingum hjá sérfræðingum innan heilbrigðiskerfisins við undirbúning og horft til þess að þróa tryggingu sem væri sérsniðin fyrir umrætt tímabil og kæmi fljótt og vel til framkvæmda ef á þyrfti að halda. Í raun er ekki eingöngu um tryggingu að ræða heldur skref í rétta átt að sanngjarnara samfélagi þar sem hugað er að kvenheilsu og viðurkennd eru víðtæk áhrif áfalla á geðheilsu og velferð. Áhersla er á mikilvægi þess að fólk fái svigrúm til að vinna úr áföllum og að mögulegt sé að gefa rými til að aðlagast nýjum aðstæðum. Brúum bilin Í gegnum tíðina hefur verið skarð í stuðningskerfi fyrir verðandi mæður því ekki hefur verið mögulegt að tryggja sig sérstaklega fyrir því sem upp getur komið í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Vissulega geta allar konur tryggt sig með öðrum hætti, svo sem með Líf- og sjúkdómatryggingu, en sérstök trygging sem tekur mið af þessu tímabili í lífi margra kvenna hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi áður. Bótunum er ætlað að brúa ákveðið bil, svo sem tekjutap eða sálfræðikostnað og er tryggingin að norrænni fyrirmynd. Einnig hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutryggingin nær yfir meðfædd heilkenni og alvarlega sjúkdóma sem greinast á fyrsta ári barnsins. Eftir það getur Barnatrygging tekið við. Þá er barnið með samfellda og öfluga vernd frá 17. viku í móðurkviði fram til 20 ára aldurs, en Barnatrygging er frá eins mánaða til 20 ára aldurs. Þetta hefur ekki verið mögulegt fram til þessa. Að norrænni fyrirmynd Í Svíþjóð hafa meðgöngutryggingar verið seldar frá árinu 1990 og 85% kvenna kaupa meðgöngutryggingu þar í landi. Fyrir 5-6 árum var farið að bjóða upp á meðgöngutryggingar í Danmörku og Noregi og hafa tryggingarnar fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun í Danmörku. Ekki hefur verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi fram til þessa og hefur því verið gat í tryggingum þegar kemur að kvenheilsu. Auk þess hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Nú er loks möguleiki fyrir konur á Íslandi að tryggja sig og barnið sem þær ganga með á þessu mikilvæga tímabili. Mergur málsins Með nýrri Meðgöngutryggingu leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að sanngjarnara samfélagi. Þetta er skref sem opnar vonandi umræðu um kvenheilsu og heilsu kvenna á meðgöngu, erfiðar fæðingar, andvana fæðingar, meðfædda sjúkdóma og hvaða áhrif áföll af þessum toga geta haft á líf foreldra og barna. Það er í raun sanngirnismál að konur geti tryggt sig á þessum mikilvæga og umbreytandi tíma í lífi sínu sem sannarlega hefur áhrif á heilsu þeirra og velferð fjölskyldunnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggingar endurspegla lífið og er ætlað að grípa okkur þegar óvæntir atburðir gerast og valda okkur tjóni. Þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun í takt við tímann hverju sinni, lifnaðarhætti fólks og viðhorf. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi og einnig hefur verið skarð í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutrygging Sjóvár er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hugsuð til að veita foreldrum meiri hugarró á þessu einstaka tímabili í lífi þeirra og stuðning ef þörf krefur. Með nærgætni að leiðarljósi Um leið og ljóst er að sumt verður aldrei bætt þá geta tryggingar mögulega veitt fólki rými og svigrúm á erfiðum stundum. Meðgöngutrygging er viðleitni til að auka öryggistilfinningu á meðgöngu, við fæðingu og fyrstu daga barnsins. Tryggingin er leið til að styðja við fjárhagslegt öryggi fjölskyldna og var þróuð í samstarfi við Einstök börn og Gleym mér ei styrktarfélag sem þekkja vel hvar skórinn kreppir þegar eitthvað kemur upp á þessum viðkvæma tíma í lífi foreldra og barna. Gerð var þarfagreining og leitað ráðgjafar varðandi fagþekkingu á kvensjúkdómum og fæðingum hjá sérfræðingum innan heilbrigðiskerfisins við undirbúning og horft til þess að þróa tryggingu sem væri sérsniðin fyrir umrætt tímabil og kæmi fljótt og vel til framkvæmda ef á þyrfti að halda. Í raun er ekki eingöngu um tryggingu að ræða heldur skref í rétta átt að sanngjarnara samfélagi þar sem hugað er að kvenheilsu og viðurkennd eru víðtæk áhrif áfalla á geðheilsu og velferð. Áhersla er á mikilvægi þess að fólk fái svigrúm til að vinna úr áföllum og að mögulegt sé að gefa rými til að aðlagast nýjum aðstæðum. Brúum bilin Í gegnum tíðina hefur verið skarð í stuðningskerfi fyrir verðandi mæður því ekki hefur verið mögulegt að tryggja sig sérstaklega fyrir því sem upp getur komið í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Vissulega geta allar konur tryggt sig með öðrum hætti, svo sem með Líf- og sjúkdómatryggingu, en sérstök trygging sem tekur mið af þessu tímabili í lífi margra kvenna hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi áður. Bótunum er ætlað að brúa ákveðið bil, svo sem tekjutap eða sálfræðikostnað og er tryggingin að norrænni fyrirmynd. Einnig hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutryggingin nær yfir meðfædd heilkenni og alvarlega sjúkdóma sem greinast á fyrsta ári barnsins. Eftir það getur Barnatrygging tekið við. Þá er barnið með samfellda og öfluga vernd frá 17. viku í móðurkviði fram til 20 ára aldurs, en Barnatrygging er frá eins mánaða til 20 ára aldurs. Þetta hefur ekki verið mögulegt fram til þessa. Að norrænni fyrirmynd Í Svíþjóð hafa meðgöngutryggingar verið seldar frá árinu 1990 og 85% kvenna kaupa meðgöngutryggingu þar í landi. Fyrir 5-6 árum var farið að bjóða upp á meðgöngutryggingar í Danmörku og Noregi og hafa tryggingarnar fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun í Danmörku. Ekki hefur verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi fram til þessa og hefur því verið gat í tryggingum þegar kemur að kvenheilsu. Auk þess hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Nú er loks möguleiki fyrir konur á Íslandi að tryggja sig og barnið sem þær ganga með á þessu mikilvæga tímabili. Mergur málsins Með nýrri Meðgöngutryggingu leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að sanngjarnara samfélagi. Þetta er skref sem opnar vonandi umræðu um kvenheilsu og heilsu kvenna á meðgöngu, erfiðar fæðingar, andvana fæðingar, meðfædda sjúkdóma og hvaða áhrif áföll af þessum toga geta haft á líf foreldra og barna. Það er í raun sanngirnismál að konur geti tryggt sig á þessum mikilvæga og umbreytandi tíma í lífi sínu sem sannarlega hefur áhrif á heilsu þeirra og velferð fjölskyldunnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun