Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2025 22:26 Austari-Jökulsá í Austurdal í Skagafirði. Neðar sameinast áin Vestari-Jökulsá og saman verða þær að Héraðsvötnum. KMU Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins. Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins.
Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40
Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18
Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31