Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2025 22:26 Austari-Jökulsá í Austurdal í Skagafirði. Neðar sameinast áin Vestari-Jökulsá og saman verða þær að Héraðsvötnum. KMU Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins. Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins.
Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40
Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18
Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent