Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Árni Sæberg skrifar 24. júní 2025 12:09 Páll stílar stefnuna á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Vísir Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra ákvað í lok september í fyrra að hætta rannsókn í máli sem varðaði meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma Páls og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. Páll sagði þá að málinu væri þó hvergi nærri lokið af hans hálfu. Hann kærði ákvörðun um niðurfellingu til Ríkislögreglustjóra, sem staðfesti hana í lok janúar síðastliðins. Vill fjórar milljónir Páll er þrátt fyrir það hvergi af baki dottinn og hefur nú stefnt Ríkisútvarpinu til heimtu miskabóta upp á fjórar milljónir króna. Í stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að Ríkisútvarpinu sé stefnt á grundvelli reglna skaðabótaréttar um húsbóndaábyrgð. Meint brot hafi verið framin af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, Þóru Arnórsdóttur og Arnari Þór Þórissyni, á starfsstöð Ríkisútvarpsins, Útvarpshúsinu við Efstaleiti og í beinum tengslum við störf þeirra hjá Ríkisútvarpinu. Niðurfelling breyti engu um bótarétt Í stefnunni, sem Eva Hauksdóttir lögmaður ritar fyrir hönd Páls, eru málsatvik reifuð nokkuð ítarlega frá bæjardyrum Páls séð. Í stuttu máli snýr málið að meintri byrlun fyrrverandi eiginkonu Páls, veikindum hans í kjölfarið og meintum stuldi á síma hans. Starfsmenn Ríkisútvarpsins hefðu tekið við símanum, skoðað og afritað gögn úr honum og komið til blaðamanna Heimildarinnar og Kjarnans, sem hafi í framhaldinu unnið fréttir upp úr gögnunum. Með þessu athæfi vill Páll meina að Þóra og Arnar Þór hefðu brotið freklega á rétti hans til friðhelgi einkalífs. Þar sem ákæra var ekki gefin út á hendur þeim sé ljóst að refsingum verður ekki fram komið. Það breyti þó engu um rétt Páls til miskabóta vegna brota þeirra gegn friðhelgi einkalífs hans og Ríkisútvarpið beri vinnuveitandaábyrgð á skaðaverkum starfsmanna sinna. Brot gegn fjölda laga Í stefnunni segir að á því sé byggt að um sé að ræða refsiverð og skaðabótaskyld hegningarlagabrot sem brjóti gegn rétti Páls til friðhelgi einkalífs og sem ekki verði réttlætt með heimildum blaðamanna til gagnaöflunar. Að auki sé um að ræða brot gegn lögum um Ríkisútvarpið og brot gegn lögum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna en þau brot hafi verið til þess fallin að bæla tjáningarfrelsi Páls og valda honum ótta um frekari brot gegn friðhelgi einkalífs hans og ástvina hans og annarra sem hann hafði átt stafræn samskipti við. Gagnageymsla frekar en skjal Hvað brot gegn friðhelgi einkalífs varðar segir að byggt sé á því að með því að verða sér úti um gögn og forrit í eigu Páls, sem geymd hafi verið á tölvutæku formi, ásamt því að nota hinn stolna síma til að hnýsast í gögn sem varða einkamálefni, afrita þau og dreifa til blaðamanna annarra miðla, hafi starfsmenn Ríkisútvarpsins brotið gegn ákvæðum hegningarlaga um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, auk þess að stuðla að því að aðrir fjölmiðlar birtu upplýsingar sem aflað hafi verið ólöglega. „Með háttsemi sinni brutu starfsmenn stefnda gegn rétti stefnanda til friðhelgi einkalífs. Það gerðist ekki fyrir smávægilegt aðgæsluleysi heldur var um að ræða einbeittan ásetning.“ Sími stefnanda sé ekki skjal heldur gagnageymsla sem aukinheldur gefi þeim sem hefur hann undir höndum aðgang að fjölbreytilegum upplýsingum sem eigi ekkert erindi við almenning. Í gegnum síma megi nálgast öll tölvupóstsamskipti eigandans auk textaskilaboða í gegnum samskiptaforrit, sjúkragögn, bankaupplýsingar, ljósmyndir og myndskeið sem varða einkalíf eigandans og hans nánustu. Blaðamenn hafi engar lagaheimildir til þess að beita slíkum aðferðum við gagnaöflun. Ekki sé vitað hversu víða efni af símanum eða afritum af honum var dreift en ekki sé vafamál að gögnum af símanum hafi verið dreift víðar en til þeirra blaðamanna sem fengu réttarstöðu sakbornings í málinu. „Bent er á að samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf lögregla dómsúrskurð til þess að mega rannsaka síma nema fyrir liggi upplýst samþykki eiganda. Löggjafinn lítur því rannsókn á síma sömu augum og húsleit. Snjallsími í eigu einstaklings á auk þess mun meira skylt við lykil að heimili hans en það samskiptatæki sem síminn var fyrir 30 árum.“ Ekkert í lögum um Ríkisútvarpið um að afla öðrum miðlum frétta Hvað varðar ætluð brot á lögum um Ríkisútvarpið segir að aðkoma Ríkisútvarpsins að gangastuldi, sem framinn hafi verið með grófu broti gegn friðhelgi einkalífs samræmist ekki markmiðum sem finna má í lögunum. Starfsmenn Ríkissjónvarpsins hafi misnotað aðstöðu sína til þess að brjóta gegn friðhelgi einkalífs Páls, með tilheyrandi miska og bakað Ríkisútvarpinu með því skaðabótaskyldu á grundvelli ólögmætrar meingjörðar. „Framganga stefnda er sérstaklega alvarleg í ljósi þess að stefnda er með lögum falið að rækja hlutverk sitt af fagmennsku heiðarleika og virðingu. Í lögum um Ríkisútvarpið er ekkert sem hægt er að túlka á þann veg að hlutverk þess sé að útvega öðrum miðlum fréttaefni, hvað þá með ólöglegum og meiðandi aðferðum. Hér var ekki um samstarf fjölmiðla að ræða enda birti stefnda aldrei fréttir sem fengar voru með þessum umfangsmikla gagnastuldi.“ Hafi ætlað að bola honum úr umræðunni Hvað ætluð brot á lögum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna segir að í fjölmiðlalögum sé kveðið á um lýðræðislegar grundvallarreglur sem fjölmiðlaveita skuli hafa í heiðri. Fjölmiðlaveitum sé þar meðal annars lögð á herðar skylda til að standa vörð um tjáningarfrelsið og virða mannréttindi og friðhelgi einkalífs. Siðareglur Blaðamannafélags Íslands kveði einnig á um skyldu blaðamanna til að standa vörð um tjáningarfrelsið. „Ekki verður betur séð en að innrás stefnda í einkalíf stefnanda standi í beinu sambandi við gagnrýni hans á fjölmiðla. Umfjöllun fjölmiðla um einkasamtöl stefnanda er til þess fallin að bæla tjáningarfrelsi hans og sú umfjöllun var unnin og birt fyrir tilstilli stefnda. Auk þess sem einkasamtöl stefnanda komust í hendur fjölmiðla með ólögmætum aðgerðum stefnda, voru þau birt almenningi.“ Opinber umfjöllun um einkasamtöl Páls hafi gert honum ljóst að fjölmiðlar hefðu aðgang að öllu hans einkalífi og hann hafi allt eins getað átt von á því að meira efni og jafnvel eitthvað mun persónulegra yrði birt, ef hann léti ekki af gagnrýni sinni á fjölmiðla. „Miski stefnanda felst því einnig í þeirri viðleitni stefnda að bola honum úr umræðunni með því að afhenda einkagögn hans til birtingar.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Dómsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 „Þá erum við komin út á hálan ís“ Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. 17. mars 2025 12:22 „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. 24. mars 2025 00:08 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra ákvað í lok september í fyrra að hætta rannsókn í máli sem varðaði meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma Páls og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. Páll sagði þá að málinu væri þó hvergi nærri lokið af hans hálfu. Hann kærði ákvörðun um niðurfellingu til Ríkislögreglustjóra, sem staðfesti hana í lok janúar síðastliðins. Vill fjórar milljónir Páll er þrátt fyrir það hvergi af baki dottinn og hefur nú stefnt Ríkisútvarpinu til heimtu miskabóta upp á fjórar milljónir króna. Í stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að Ríkisútvarpinu sé stefnt á grundvelli reglna skaðabótaréttar um húsbóndaábyrgð. Meint brot hafi verið framin af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, Þóru Arnórsdóttur og Arnari Þór Þórissyni, á starfsstöð Ríkisútvarpsins, Útvarpshúsinu við Efstaleiti og í beinum tengslum við störf þeirra hjá Ríkisútvarpinu. Niðurfelling breyti engu um bótarétt Í stefnunni, sem Eva Hauksdóttir lögmaður ritar fyrir hönd Páls, eru málsatvik reifuð nokkuð ítarlega frá bæjardyrum Páls séð. Í stuttu máli snýr málið að meintri byrlun fyrrverandi eiginkonu Páls, veikindum hans í kjölfarið og meintum stuldi á síma hans. Starfsmenn Ríkisútvarpsins hefðu tekið við símanum, skoðað og afritað gögn úr honum og komið til blaðamanna Heimildarinnar og Kjarnans, sem hafi í framhaldinu unnið fréttir upp úr gögnunum. Með þessu athæfi vill Páll meina að Þóra og Arnar Þór hefðu brotið freklega á rétti hans til friðhelgi einkalífs. Þar sem ákæra var ekki gefin út á hendur þeim sé ljóst að refsingum verður ekki fram komið. Það breyti þó engu um rétt Páls til miskabóta vegna brota þeirra gegn friðhelgi einkalífs hans og Ríkisútvarpið beri vinnuveitandaábyrgð á skaðaverkum starfsmanna sinna. Brot gegn fjölda laga Í stefnunni segir að á því sé byggt að um sé að ræða refsiverð og skaðabótaskyld hegningarlagabrot sem brjóti gegn rétti Páls til friðhelgi einkalífs og sem ekki verði réttlætt með heimildum blaðamanna til gagnaöflunar. Að auki sé um að ræða brot gegn lögum um Ríkisútvarpið og brot gegn lögum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna en þau brot hafi verið til þess fallin að bæla tjáningarfrelsi Páls og valda honum ótta um frekari brot gegn friðhelgi einkalífs hans og ástvina hans og annarra sem hann hafði átt stafræn samskipti við. Gagnageymsla frekar en skjal Hvað brot gegn friðhelgi einkalífs varðar segir að byggt sé á því að með því að verða sér úti um gögn og forrit í eigu Páls, sem geymd hafi verið á tölvutæku formi, ásamt því að nota hinn stolna síma til að hnýsast í gögn sem varða einkamálefni, afrita þau og dreifa til blaðamanna annarra miðla, hafi starfsmenn Ríkisútvarpsins brotið gegn ákvæðum hegningarlaga um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, auk þess að stuðla að því að aðrir fjölmiðlar birtu upplýsingar sem aflað hafi verið ólöglega. „Með háttsemi sinni brutu starfsmenn stefnda gegn rétti stefnanda til friðhelgi einkalífs. Það gerðist ekki fyrir smávægilegt aðgæsluleysi heldur var um að ræða einbeittan ásetning.“ Sími stefnanda sé ekki skjal heldur gagnageymsla sem aukinheldur gefi þeim sem hefur hann undir höndum aðgang að fjölbreytilegum upplýsingum sem eigi ekkert erindi við almenning. Í gegnum síma megi nálgast öll tölvupóstsamskipti eigandans auk textaskilaboða í gegnum samskiptaforrit, sjúkragögn, bankaupplýsingar, ljósmyndir og myndskeið sem varða einkalíf eigandans og hans nánustu. Blaðamenn hafi engar lagaheimildir til þess að beita slíkum aðferðum við gagnaöflun. Ekki sé vitað hversu víða efni af símanum eða afritum af honum var dreift en ekki sé vafamál að gögnum af símanum hafi verið dreift víðar en til þeirra blaðamanna sem fengu réttarstöðu sakbornings í málinu. „Bent er á að samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf lögregla dómsúrskurð til þess að mega rannsaka síma nema fyrir liggi upplýst samþykki eiganda. Löggjafinn lítur því rannsókn á síma sömu augum og húsleit. Snjallsími í eigu einstaklings á auk þess mun meira skylt við lykil að heimili hans en það samskiptatæki sem síminn var fyrir 30 árum.“ Ekkert í lögum um Ríkisútvarpið um að afla öðrum miðlum frétta Hvað varðar ætluð brot á lögum um Ríkisútvarpið segir að aðkoma Ríkisútvarpsins að gangastuldi, sem framinn hafi verið með grófu broti gegn friðhelgi einkalífs samræmist ekki markmiðum sem finna má í lögunum. Starfsmenn Ríkissjónvarpsins hafi misnotað aðstöðu sína til þess að brjóta gegn friðhelgi einkalífs Páls, með tilheyrandi miska og bakað Ríkisútvarpinu með því skaðabótaskyldu á grundvelli ólögmætrar meingjörðar. „Framganga stefnda er sérstaklega alvarleg í ljósi þess að stefnda er með lögum falið að rækja hlutverk sitt af fagmennsku heiðarleika og virðingu. Í lögum um Ríkisútvarpið er ekkert sem hægt er að túlka á þann veg að hlutverk þess sé að útvega öðrum miðlum fréttaefni, hvað þá með ólöglegum og meiðandi aðferðum. Hér var ekki um samstarf fjölmiðla að ræða enda birti stefnda aldrei fréttir sem fengar voru með þessum umfangsmikla gagnastuldi.“ Hafi ætlað að bola honum úr umræðunni Hvað ætluð brot á lögum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna segir að í fjölmiðlalögum sé kveðið á um lýðræðislegar grundvallarreglur sem fjölmiðlaveita skuli hafa í heiðri. Fjölmiðlaveitum sé þar meðal annars lögð á herðar skylda til að standa vörð um tjáningarfrelsið og virða mannréttindi og friðhelgi einkalífs. Siðareglur Blaðamannafélags Íslands kveði einnig á um skyldu blaðamanna til að standa vörð um tjáningarfrelsið. „Ekki verður betur séð en að innrás stefnda í einkalíf stefnanda standi í beinu sambandi við gagnrýni hans á fjölmiðla. Umfjöllun fjölmiðla um einkasamtöl stefnanda er til þess fallin að bæla tjáningarfrelsi hans og sú umfjöllun var unnin og birt fyrir tilstilli stefnda. Auk þess sem einkasamtöl stefnanda komust í hendur fjölmiðla með ólögmætum aðgerðum stefnda, voru þau birt almenningi.“ Opinber umfjöllun um einkasamtöl Páls hafi gert honum ljóst að fjölmiðlar hefðu aðgang að öllu hans einkalífi og hann hafi allt eins getað átt von á því að meira efni og jafnvel eitthvað mun persónulegra yrði birt, ef hann léti ekki af gagnrýni sinni á fjölmiðla. „Miski stefnanda felst því einnig í þeirri viðleitni stefnda að bola honum úr umræðunni með því að afhenda einkagögn hans til birtingar.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Dómsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 „Þá erum við komin út á hálan ís“ Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. 17. mars 2025 12:22 „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. 24. mars 2025 00:08 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52
„Þá erum við komin út á hálan ís“ Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. 17. mars 2025 12:22
„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02
Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. 24. mars 2025 00:08