Fréttir af baggavélum og lömbum Heiða Ingimarsdóttir skrifar 25. júní 2025 08:02 Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Nú var verið að ræða frumvarp til laga um fjölmiðla. Í haust á reyndar að fara í heildarendurskoðun á lögunum en breytingarnar sem nú voru gerðar snéru fyrst og fremst að því að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að ræða frumvarpið en kom um leið upp um þekkingarleysi sitt þegar kemur að fjölmiðlaumhverfi á landsbyggðinni. Í fyrsta lagi talaði hann um héraðsmiðla sem flyttu nærfréttir um nýja baggavél í Tungu eða þrílembda á. Hann dró reyndar fljótt í land og sagði gera sér grein fyrir að þeir flytji einnig alls konar fréttir og að fáir vildu missa þá. Í öðru lagi var hann viss um að þeir gætu haldið sér á floti án ríkisstyrkja, hann gaf til kynna að þeir yrðu þá ef til vill betur reknir. Varðandi fyrsta punktinn þá var hann samhliða þessum lýsingum á héraðsmiðlum að tala um hversu sterka nærveru Árvakur og Sýn hefðu á landsbygðinni. Þar væru fréttaritarar sem flyttu fréttir og svo kæmu fréttamenn á svæðið þegar eitthvað stórt væri í gangi. Nú eru þessi mál mér mjög skyld, enda er ég upplýsingafulltrúi sveitarfélags og hef verið í rúm þrjú ár. Fréttaritarar þessara miðla hafa ekki einu sinni haft samband við mig. Ég reyndar vissi ekki af tilurð þeirra fyrr en snemma á þessu ári þegar mér var bent á þá. Sólgnari virðast þeir ekki í fréttir af svæðinu. Af stóru miðlunum er RÚV duglegast en betur má ef duga skal. Við upplýsingafulltrúarnir fáum gjarnan þau svör að fréttirnar þyki ekki nógu krassandi á skrifstofunni fyrir sunnan, kannski sé þó hægt að koma þeim fyrir í Landanum. Þar virðist nefnilega helst eiga að koma okkur fyrir, brosandi í lopapeysu. Reynsla mín er sú að ef fréttirnar eiga að ná eyrum annarra miðla þá þarf helst að koma þeim fyrst í hérðasmiðlana þar sem Sýn og Árvakur geta svo pikkað þær upp. Miklu frekar en að þær komi beint frá upplýsingafulltrúanum. Þar af leiðandi skil ég vel að núverandi frumvarp eigi að styðja við landsbyggðafjölmiðla umfram aðra enda greinilega mikilvægt að viðhalda þeim svo hægt sé að fá frekari dreifingu á landsbyggðafréttum. Fréttamenn stærri fjölmiðla sjást varla í fjórðungnum nema það séu náttúruhamfarir eða stórslys. Það er þó ýmislegt annað fréttnæmt sem gerist á landsbyggðinni sem skiptir máli og hefur jafnvel ekkert að gera með sveitina, baggavélar eða sauðfé. Maður sér gjarnan fréttir rata í miðlana ef þær gerast á suðvesturhorninu þó þær hafi einnig gerst úti á landi og þá jafnvel fyrr. Tengingarnar eru bara fáar þar og fjarlægðin mikil, að því er virðist. Þar eru því fjölmiðlar á landsbyggðinni gríðarlega mikilvægir. Í öðru lagi segir það sig svo sjálft að á svæði þar sem búa um það bil 10 þúsund manns næst aldrei nógu góð sala á blaðinu eða auglýsingum til að reka fjölmiðil svo vel megi vera. Það er bara, því miður, dæmi sem ekki gengur upp. Miðlarnir hafa stórt hlutverk í að miðla sögum af svæðinu, flytja fréttir þegar vá ber að, veita stjórnvöldum aðhald og ýta undir staðarstolt, svo eitthvað sé nefnt. Ég fagna því þar af leiðandi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styðja við landsbyggðamiðla og vona að í heildarendurskoðun á lögunum verði mikilvægi þeirra haft í huga. Mögulega ætti stjórnmálafólk landsins að nýta sumarið fram að haustþingi í að skima landsbyggðamiðlana, sem og stærri miðlana, með gagnrýnum huga og setja sig í spor þeirra sem ekki búa á suðvesturhorninu. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Ingimarsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Nú var verið að ræða frumvarp til laga um fjölmiðla. Í haust á reyndar að fara í heildarendurskoðun á lögunum en breytingarnar sem nú voru gerðar snéru fyrst og fremst að því að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að ræða frumvarpið en kom um leið upp um þekkingarleysi sitt þegar kemur að fjölmiðlaumhverfi á landsbyggðinni. Í fyrsta lagi talaði hann um héraðsmiðla sem flyttu nærfréttir um nýja baggavél í Tungu eða þrílembda á. Hann dró reyndar fljótt í land og sagði gera sér grein fyrir að þeir flytji einnig alls konar fréttir og að fáir vildu missa þá. Í öðru lagi var hann viss um að þeir gætu haldið sér á floti án ríkisstyrkja, hann gaf til kynna að þeir yrðu þá ef til vill betur reknir. Varðandi fyrsta punktinn þá var hann samhliða þessum lýsingum á héraðsmiðlum að tala um hversu sterka nærveru Árvakur og Sýn hefðu á landsbygðinni. Þar væru fréttaritarar sem flyttu fréttir og svo kæmu fréttamenn á svæðið þegar eitthvað stórt væri í gangi. Nú eru þessi mál mér mjög skyld, enda er ég upplýsingafulltrúi sveitarfélags og hef verið í rúm þrjú ár. Fréttaritarar þessara miðla hafa ekki einu sinni haft samband við mig. Ég reyndar vissi ekki af tilurð þeirra fyrr en snemma á þessu ári þegar mér var bent á þá. Sólgnari virðast þeir ekki í fréttir af svæðinu. Af stóru miðlunum er RÚV duglegast en betur má ef duga skal. Við upplýsingafulltrúarnir fáum gjarnan þau svör að fréttirnar þyki ekki nógu krassandi á skrifstofunni fyrir sunnan, kannski sé þó hægt að koma þeim fyrir í Landanum. Þar virðist nefnilega helst eiga að koma okkur fyrir, brosandi í lopapeysu. Reynsla mín er sú að ef fréttirnar eiga að ná eyrum annarra miðla þá þarf helst að koma þeim fyrst í hérðasmiðlana þar sem Sýn og Árvakur geta svo pikkað þær upp. Miklu frekar en að þær komi beint frá upplýsingafulltrúanum. Þar af leiðandi skil ég vel að núverandi frumvarp eigi að styðja við landsbyggðafjölmiðla umfram aðra enda greinilega mikilvægt að viðhalda þeim svo hægt sé að fá frekari dreifingu á landsbyggðafréttum. Fréttamenn stærri fjölmiðla sjást varla í fjórðungnum nema það séu náttúruhamfarir eða stórslys. Það er þó ýmislegt annað fréttnæmt sem gerist á landsbyggðinni sem skiptir máli og hefur jafnvel ekkert að gera með sveitina, baggavélar eða sauðfé. Maður sér gjarnan fréttir rata í miðlana ef þær gerast á suðvesturhorninu þó þær hafi einnig gerst úti á landi og þá jafnvel fyrr. Tengingarnar eru bara fáar þar og fjarlægðin mikil, að því er virðist. Þar eru því fjölmiðlar á landsbyggðinni gríðarlega mikilvægir. Í öðru lagi segir það sig svo sjálft að á svæði þar sem búa um það bil 10 þúsund manns næst aldrei nógu góð sala á blaðinu eða auglýsingum til að reka fjölmiðil svo vel megi vera. Það er bara, því miður, dæmi sem ekki gengur upp. Miðlarnir hafa stórt hlutverk í að miðla sögum af svæðinu, flytja fréttir þegar vá ber að, veita stjórnvöldum aðhald og ýta undir staðarstolt, svo eitthvað sé nefnt. Ég fagna því þar af leiðandi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styðja við landsbyggðamiðla og vona að í heildarendurskoðun á lögunum verði mikilvægi þeirra haft í huga. Mögulega ætti stjórnmálafólk landsins að nýta sumarið fram að haustþingi í að skima landsbyggðamiðlana, sem og stærri miðlana, með gagnrýnum huga og setja sig í spor þeirra sem ekki búa á suðvesturhorninu. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun