Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson skrifa 25. júní 2025 13:32 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Eydís Ásbjörnsdóttir Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun