Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 19:16 Selensky upplýsir Trump um stöðu mála í Úkraínu á fund þeirra í Haag í dag. Getty/Anadolu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl. Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Sjá meira
Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl.
Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“