Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. júní 2025 09:34 Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“ Ég verð að vísa þessum ásökunum og öðrum sem þarna eru settar fram á bug og um leið að hvetja þingmennina til að lesa grein mína aftur. Ráðherra einblínir á 2023 Það er óhætt að segja að ekkert ár sé eins í sjávarútvegi. Stundum gengur vel og stundum gengur illa. Árið 2023 var gott ár í sjávarútvegi. Það vill svo til að atvinnuvegaráðherra hefur kosið að leggja alla áherslu á það góða ár þegar hún metur svigrúm til aukinnar gjaldtöku um alla framtíð. Svo áfram var ráðherra um að horfa einvörðungu á það ár, að hún keypti sérstaka sviðsmyndagreiningu frá Deloitte um hlutfallslega hækkun veiðigjalds út frá EBITDA þessa eina árs. Með því að miða við tekjur útgerða árið 2023 taldi ráðherra að hækka mætti veiðigjaldið um 7-8 milljarða króna. Það hefur hún sagt orðrétt, eins og ég benti á. En hvað hefði gerst ef ráðherra hefði horft á annað og verra ár? Hvað ef hún hefði skoðað ár þar sem engin var loðnan? Eða þar sem makríllinn gekk illa? Eða þar sem samdráttur hefði orðið í þorski? Hefði metið svigrúm þá ekki orðið lægra? Eða eru 7-8 milljarðar króna fasti, þrátt fyrir að afli geti aldrei orðið fasti? Er svigrúm fyrirtækja alltaf það sama óháð gæftum? Ég spyr því þingmennina: Hvernig í ósköpunum á að ræða tekjur útgerða án þess að horfa á afla? Tekjur byggjast einfaldlega á afla. Ef afli dregst saman um 50%, þá dregst tekjuhliðin að sjálfsögðu saman. Hið sama gildir um fjárhæð veiðigjalds, það er aflinn sem á endanum ræður hversu há fjárhæðin verður. Þetta dró ég fram í grein minni – og gat þess skýrt og skilmerkilega að ég væri að miða við afla ársins 2023, árið sem ráðherra sjálf er með til viðmiðunar. Ég fullyrti einfaldlega aldrei að við teldum að heildarfjárhæð veiðigjalds árið 2025 yrði sú sem við leiddum út, enda þekkjum við mætavel að aflinn verður ekki sá sami og árið 2023. Réttar tölur notaðar Fullyrðingar þingmannanna um að ég hafi notað rangar tölur eru einfaldlega rangar. Gögnin sem voru notuð, sem sýndu fjárhæð veiðigjalds án afsláttar upp á 27,8 milljarða króna árið 2025, byggjast á mati Skattsins miðað við veiðigjald á þorski upp á tæpar 58 krónur, ýsu tæpar 30 krónur og 80% af makrílverði, rétt eins og meirihluti atvinnuveganefndar leggur til. Það sem ég er einfaldlega að gera, sem meirihluta atvinnuveganefndar finnst bersýnilega mjög óþægilegt, er að leggja þeirra eigin tölur á borðið, svo allir sjái hvernig þessi nýja aðferðafræði virkar í raun, þegar breytingar verða í afla. Þar er engu logið. Þar er ekkert falið. Þetta eru staðreyndir, ekki áróður. Nóg komið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa allt frá því frumvarpið kom fram, bent á verulega ágalla þess. Forsendur voru rangar, töflur voru rangar, mat á fjárhæðum voru rangar, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þær ábendingar hafa SFS mátt sæta vandlætingu og fúkyrðum ráðherra og stjórnarþingmanna. Undan því ætlum við ekki að kveinka okkur. Við munum nú sem fyrr einbeita okkur að staðreyndum, ígrunduðum útreikningum og vönduðum greiningum. Og nú þegar tölur Skattsins liggja fyrir kemur auðvitað á daginn að ábendingar okkar, bæði í umsögn í samráðsgátt og í umsögn til atvinnuveganefndar, um verulegt vanmat ráðherra voru réttar. Af þeim sökum hefði kannski mátt ætla að við hefðum áunnið okkur það lágmarkstraust meirihlutans, að á ábendingar okkar yrði að einhverju leyti hlustað. Það má vona að við seinni lestur fyrri greinar minnar kvikni kannski sú hugleiðing hjá þingmönnunum þremur að mat ráðherra á svigrúmi til fyrirvaralausra og verulegra hækkana á veiðigjaldi hafi kannski byggst á skjáskoti af einu einstöku ágætu ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“ Ég verð að vísa þessum ásökunum og öðrum sem þarna eru settar fram á bug og um leið að hvetja þingmennina til að lesa grein mína aftur. Ráðherra einblínir á 2023 Það er óhætt að segja að ekkert ár sé eins í sjávarútvegi. Stundum gengur vel og stundum gengur illa. Árið 2023 var gott ár í sjávarútvegi. Það vill svo til að atvinnuvegaráðherra hefur kosið að leggja alla áherslu á það góða ár þegar hún metur svigrúm til aukinnar gjaldtöku um alla framtíð. Svo áfram var ráðherra um að horfa einvörðungu á það ár, að hún keypti sérstaka sviðsmyndagreiningu frá Deloitte um hlutfallslega hækkun veiðigjalds út frá EBITDA þessa eina árs. Með því að miða við tekjur útgerða árið 2023 taldi ráðherra að hækka mætti veiðigjaldið um 7-8 milljarða króna. Það hefur hún sagt orðrétt, eins og ég benti á. En hvað hefði gerst ef ráðherra hefði horft á annað og verra ár? Hvað ef hún hefði skoðað ár þar sem engin var loðnan? Eða þar sem makríllinn gekk illa? Eða þar sem samdráttur hefði orðið í þorski? Hefði metið svigrúm þá ekki orðið lægra? Eða eru 7-8 milljarðar króna fasti, þrátt fyrir að afli geti aldrei orðið fasti? Er svigrúm fyrirtækja alltaf það sama óháð gæftum? Ég spyr því þingmennina: Hvernig í ósköpunum á að ræða tekjur útgerða án þess að horfa á afla? Tekjur byggjast einfaldlega á afla. Ef afli dregst saman um 50%, þá dregst tekjuhliðin að sjálfsögðu saman. Hið sama gildir um fjárhæð veiðigjalds, það er aflinn sem á endanum ræður hversu há fjárhæðin verður. Þetta dró ég fram í grein minni – og gat þess skýrt og skilmerkilega að ég væri að miða við afla ársins 2023, árið sem ráðherra sjálf er með til viðmiðunar. Ég fullyrti einfaldlega aldrei að við teldum að heildarfjárhæð veiðigjalds árið 2025 yrði sú sem við leiddum út, enda þekkjum við mætavel að aflinn verður ekki sá sami og árið 2023. Réttar tölur notaðar Fullyrðingar þingmannanna um að ég hafi notað rangar tölur eru einfaldlega rangar. Gögnin sem voru notuð, sem sýndu fjárhæð veiðigjalds án afsláttar upp á 27,8 milljarða króna árið 2025, byggjast á mati Skattsins miðað við veiðigjald á þorski upp á tæpar 58 krónur, ýsu tæpar 30 krónur og 80% af makrílverði, rétt eins og meirihluti atvinnuveganefndar leggur til. Það sem ég er einfaldlega að gera, sem meirihluta atvinnuveganefndar finnst bersýnilega mjög óþægilegt, er að leggja þeirra eigin tölur á borðið, svo allir sjái hvernig þessi nýja aðferðafræði virkar í raun, þegar breytingar verða í afla. Þar er engu logið. Þar er ekkert falið. Þetta eru staðreyndir, ekki áróður. Nóg komið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa allt frá því frumvarpið kom fram, bent á verulega ágalla þess. Forsendur voru rangar, töflur voru rangar, mat á fjárhæðum voru rangar, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þær ábendingar hafa SFS mátt sæta vandlætingu og fúkyrðum ráðherra og stjórnarþingmanna. Undan því ætlum við ekki að kveinka okkur. Við munum nú sem fyrr einbeita okkur að staðreyndum, ígrunduðum útreikningum og vönduðum greiningum. Og nú þegar tölur Skattsins liggja fyrir kemur auðvitað á daginn að ábendingar okkar, bæði í umsögn í samráðsgátt og í umsögn til atvinnuveganefndar, um verulegt vanmat ráðherra voru réttar. Af þeim sökum hefði kannski mátt ætla að við hefðum áunnið okkur það lágmarkstraust meirihlutans, að á ábendingar okkar yrði að einhverju leyti hlustað. Það má vona að við seinni lestur fyrri greinar minnar kvikni kannski sú hugleiðing hjá þingmönnunum þremur að mat ráðherra á svigrúmi til fyrirvaralausra og verulegra hækkana á veiðigjaldi hafi kannski byggst á skjáskoti af einu einstöku ágætu ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun