Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:30 „Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun