Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2025 14:32 Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun