Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2025 22:18 Ármann Leifsson, forseti Röskvu og Arent Orri J Claessen, forseti SHÍ. Samsett Tuttugu þúsund króna munur er á niðurgreiddu árskorti í Strætó fyrir starfsfólk Háskóla Íslands og árskorti nemenda, starfsfólkinu í hag. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda HÍ eru afar óánægðir með ákvörðunina. Gjaldtaka við bílastæði HÍ hefst nú í haust eftir að henni var frestað fyrir um ári síðan. Nemendur og starfsfólk skólans þarf nú að greiða 230 króna tímagjald eða 1500 króna mánaðargjald fyrir bílastæði við skólabygginguna. „Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk,“ segir í tilkynningu skólans. Þar kemur fram að skrifi starfsfólk undir samgöngusamning, sem felur í sér að nota vistvænan ferðamáta á leið í vinnuna tvisvar í viku, fái þau árskort í Strætó á 36 þúsund krónur auk aðgangskorts í íþróttahúsið á vegum skólans. Í tilkynningunni segir einnig að nemendur fái sem fyrr fimmtíu prósent afslátt í Strætó. Með nemendaafslættinum borga nemendur 56 þúsund krónur fyrir árskort. Þá geta nemendur fengið aðgang að íþróttahúsinu gegn tólf þúsund króna ársgjaldi. Það munar því 32 þúsund krónum á samningi við starfsfólkið og kjör nemenda. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda óánægðir Arent Orri J. Claessen, forseti stúdentaráðs HÍ og meðlimur í stúdentahreyfingunni Vöku, kom af fjöllum er blaðamaður heyrði í honum hljóðið. „Ef að þetta er rétt þá er það algjörlega galið,“ segir hann. „Það er frekar galið að ætla taka svona ákvörðun og niðurgreiða svona mikið hjá starfsmönnum sem fá nú þegar laun fyrir að mæta. Að stúdentar, sem eru nú ekki með mikið á milli handanna, þeir þurfi að borga brúsann.“ Ármann Leifsson, forseti Röskvu, segir það dapurlegt að svo mikill munur sé á kjörum starfsfólks og nemenda. „Það er 32 þúsund krónum auðveldara fyrir starfsfólk í fullu starfi að vera í skólanum heldur en það er fyrir stúdenta sem eru oftast með lágar tekjur.“ Ármann segir að tilkoma bílastæðagjalda við skólann hafi lengi legið fyrir en Röskva hafi barist fyrir samgöngukorti nemenda samhliða gjöldunum. Háskólinn hafi verið af öllum vilja gerður til að komast til móts við nemendur en sú staða hafi breyst í ársbyrjun 2024 þegar forsvarsmenn HÍ slitu samskiptum við forsvarsmenn Strætó. Ástæðan hafi verið að það væri of dýrt að niðurgreiða samgöngukort fyrir nemendur skólans. „Þetta er til hjá Landspítalanum sem er einn stærsti vinnustaður landsins,“ segir Ármann. „Rökin hjá HÍ voru að þetta samgöngukort væri of dýrt, það eru yfir þrjú þúsund starfsmenn hjá Háskóla Íslands.“ Beiti sér fyrir sérúrræðum og öðrum lausnum Bæði Arent og Ármann segjast ekki ætla að halda að sér höndum heldur beita sér áfram fyrir hagsmunum nemenda. „Þau segja 1500 krónur núna en það hefur verið talað um á fundum að þetta sé fyrsta skrefið svo að fólk venjist þessu,“ segir Ármann en hann telur það mikilvægt baráttumál að gjöldin verði ekki hækkuð. Arent segir að stúdentaráð muni boða mótspyrnu, en ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verði. Forsvarsmennirnir tveir tala minntust þá báðir á að mikilvægt baráttumál væri að veiti nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og fjölskyldufólki undanþágu frá gjöldunum. „Maður hefur ekki séð neitt um sérúrræði fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðið, fjölskyldufólk eða vinnandi fólk,“ segir Arent. „Það eru engar undanþágur sem að Röskva var meðal annars að berjast fyrir, undanþágu fyrir fólk sem kemur ekki af höfuðborgarsvæðinu eða fjölskyldufólk,“ segir Ármann. Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Gjaldtaka við bílastæði HÍ hefst nú í haust eftir að henni var frestað fyrir um ári síðan. Nemendur og starfsfólk skólans þarf nú að greiða 230 króna tímagjald eða 1500 króna mánaðargjald fyrir bílastæði við skólabygginguna. „Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk,“ segir í tilkynningu skólans. Þar kemur fram að skrifi starfsfólk undir samgöngusamning, sem felur í sér að nota vistvænan ferðamáta á leið í vinnuna tvisvar í viku, fái þau árskort í Strætó á 36 þúsund krónur auk aðgangskorts í íþróttahúsið á vegum skólans. Í tilkynningunni segir einnig að nemendur fái sem fyrr fimmtíu prósent afslátt í Strætó. Með nemendaafslættinum borga nemendur 56 þúsund krónur fyrir árskort. Þá geta nemendur fengið aðgang að íþróttahúsinu gegn tólf þúsund króna ársgjaldi. Það munar því 32 þúsund krónum á samningi við starfsfólkið og kjör nemenda. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda óánægðir Arent Orri J. Claessen, forseti stúdentaráðs HÍ og meðlimur í stúdentahreyfingunni Vöku, kom af fjöllum er blaðamaður heyrði í honum hljóðið. „Ef að þetta er rétt þá er það algjörlega galið,“ segir hann. „Það er frekar galið að ætla taka svona ákvörðun og niðurgreiða svona mikið hjá starfsmönnum sem fá nú þegar laun fyrir að mæta. Að stúdentar, sem eru nú ekki með mikið á milli handanna, þeir þurfi að borga brúsann.“ Ármann Leifsson, forseti Röskvu, segir það dapurlegt að svo mikill munur sé á kjörum starfsfólks og nemenda. „Það er 32 þúsund krónum auðveldara fyrir starfsfólk í fullu starfi að vera í skólanum heldur en það er fyrir stúdenta sem eru oftast með lágar tekjur.“ Ármann segir að tilkoma bílastæðagjalda við skólann hafi lengi legið fyrir en Röskva hafi barist fyrir samgöngukorti nemenda samhliða gjöldunum. Háskólinn hafi verið af öllum vilja gerður til að komast til móts við nemendur en sú staða hafi breyst í ársbyrjun 2024 þegar forsvarsmenn HÍ slitu samskiptum við forsvarsmenn Strætó. Ástæðan hafi verið að það væri of dýrt að niðurgreiða samgöngukort fyrir nemendur skólans. „Þetta er til hjá Landspítalanum sem er einn stærsti vinnustaður landsins,“ segir Ármann. „Rökin hjá HÍ voru að þetta samgöngukort væri of dýrt, það eru yfir þrjú þúsund starfsmenn hjá Háskóla Íslands.“ Beiti sér fyrir sérúrræðum og öðrum lausnum Bæði Arent og Ármann segjast ekki ætla að halda að sér höndum heldur beita sér áfram fyrir hagsmunum nemenda. „Þau segja 1500 krónur núna en það hefur verið talað um á fundum að þetta sé fyrsta skrefið svo að fólk venjist þessu,“ segir Ármann en hann telur það mikilvægt baráttumál að gjöldin verði ekki hækkuð. Arent segir að stúdentaráð muni boða mótspyrnu, en ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verði. Forsvarsmennirnir tveir tala minntust þá báðir á að mikilvægt baráttumál væri að veiti nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og fjölskyldufólki undanþágu frá gjöldunum. „Maður hefur ekki séð neitt um sérúrræði fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðið, fjölskyldufólk eða vinnandi fólk,“ segir Arent. „Það eru engar undanþágur sem að Röskva var meðal annars að berjast fyrir, undanþágu fyrir fólk sem kemur ekki af höfuðborgarsvæðinu eða fjölskyldufólk,“ segir Ármann.
Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira