Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar 1. júlí 2025 07:00 Stjórnarskrá Íslands og íslensk lög kveða skýrt á um tjáningarfrelsi. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir, feli þær ekki í sér meiðyrði, rógburð eða önnur mannfjandsamleg skilaboð með orðum eða táknum. Myndir, tákn og sér í lagi fánar vega þungt þegar tjáningarfrelsi er annars vegar. Fánar og önnur tákn Hakakrossinn (svastiku-táknið) er án efa eitt þekktasta dæmið um áhrifamátt fána. Í mörg þúsund ár táknaði hann gæfu og velgengni meðal ólíkra menningarhópa. En fyrir rúmri öld tileinkuðu nasistar Þýskalands sér hann, sneru honum um 45 gráður og felldu inn í hvítan hring á rauðum grunni. Síðan hefur svastiku-táknið verið álitið tákn illsku og mannfyrirlitningar. Sumir þjóðfánar eru hlaðnir ýmiss konar merkingu. Sem dæmi má nefna fána Mósambík. Litirnir merkja náttúruauðlindirnar, jarðmálmana og sjálfa álfuna Afríku. Stríðsriffill á rauðum þríhyrningi merkir sjálfstæðisbaráttuna, skaröxi landbúnaðinn og hvít bók undir rifflinum og skaröxinni mikilvægi menntunar. Fánar og tákn hinsegin samfélagsins, sem íslensk skólabörn dunda sér stundum við að lita og skreyta, eiga sér ógrynni birtingarmynda og margs konar merkingar. Blómabreiða Reykjavíkurborgar í slakkanum við Njarðargötu síðastliðið sumar var slíkt tákn, fimm láréttar rendur, sem táknuðu fána transfólks. Glöggir hafa kannski séð að sá fáni virðist ætla að birtast þar aftur nú sumarið 2025. Ný og óvænt merking Dr. Matthías Þórðarson, fyrrverandi þjóðminjavörður, átti hugmyndina að íslenska þjóðfánanum, hvítum og rauðum krossi á bláum grunni; fáninn skyldi tákna fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Þar var enga stríðsriffla að finna eða önnur vopn, því síður mjúka liti, enda bjó hér í þá daga hæglát og friðsöm eyþjóð samofin frumkröftum landsins og ómengaðri þjóðarvitund: „Hver á sér fegra föðurland … hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð …“ En þjóðfáninn virðist nú hafa öðlast nýjan sess í vitund sumra. Nýlega steig þingkona Samfylkingarinnar fram á ritvöll Vísis og hvatti tiltekinn hóp Íslendinga til að koma sér upp eigin fána til að tjá hugsanir sínar og skoðanir, frekar en að nota íslenska þjóðfánann. Fánaútgáfa Matthíasar hafði greinilega sérstæða merkingu í huga þingkonunnar; hann minnti hana á formæður vorar og forfeður er komu öll einhvers staðar frá og námu hér land: „Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi“. Athyglisverð hughrif alþingismanns gagnvart þjóðfánanum. Hópurinn, sem hún vísaði til, kom saman á Austurvelli laugardaginn 31. maí til að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir gagnvart hælisleitendastefnu íslenskra stjórnvalda. Af lítt skiljanlegum orsökum skilgreindi þingkonan umræddan hóp „rasista“ og hrætt fólk, sem vart væri mark á takandi af því það reyndi að „fá útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi“. „Þögnin mun magna upp hatrið“ Skrifin reyndust mjór vísir vaxandi stimplunar er átti eftir að birtast á samfélagsmiðlum gagnvart hinum meintu rasistum, er leyfðu sér að veifa þjóðfánaútgáfu Matthíasar á Austurvelli. Erindi fundarmanna var að varpa fram sjálfsögðum spurningum er vörðuðu þolmörk eigin velferðarkerfis. Þingkona Viðreisnar tjáði sig einnig um fundinn og skilgreindi hópinn sem hægra öfgafólk með andúðaráróður öfgaafla og handbók popúlista að leiðarljósi, hlaðna hræðsluáróðri og viðleitni til að valda ótta og óöryggi. Fleiri þekktir þjóðfélagsþegnar blönduðu sér í umræðuna með svipuðum hætti, undarlega hömlulaust. Viðreisnarkonan áréttaði reyndar að við yrðum að hafa umræðuna opna og frjálsa „því þögnin mun aðeins magna upp hatrið“, sagði hún. Réttmæt ábending! Í Kastljósi 2. júní talaði dómsmálaráðherra á slíkum nótum, enda viljum við ekki samfélag þar sem jaðrarnir takast á meðan hinir þegja. Hún sagðist hafa skynjað vaxandi áhyggjur af útlendingamálum á ferðum sínum um landið og nefndi í því sambandi viðhorf kennara, heilbrigðisstarfsfólks og lögreglu. Líkt og fánaberarnir á Austurvelli 31. maí bar hún ugg í huga yfir því að Ísland væri vanmáttugt lítið eyríki, sem gæti ekki tekið við svo mörgu fólki eins og raun bæri vitni. Íslensk þjóð stendur frammi fyrir stórum úrlausnarefnum á fjölmörgum sviðum: heilbrigðisþjónustu, samgangna, menntunar, húsnæðismála og þannig mætti lengi telja. Orð dómsmálaráðherra voru því í tíma töluð. En hún hefði mátt rjúfa þögnina enn frekar og tengja framangreindar áskoranir við árvissan 100 milljarða glórulausan kostnað vegna opinna landamæra. Og glæpagengi, sem valsa hér inn og út, óáreitt, vegna gagnslauss Schengen-samráðs sem æva skyldi hafa orðið frekar en samráð við EES og NATO. Schengen-samráðinu var meðal annars ætlað að efla lögreglusamvinnu milli landa til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Það er kaldhæðni að þeim Íslendingi er barðist af mestum dug gegn ferðum glæpagengja og fíkniefnahópa til og frá landinu, hafi verið vikið úr starfi? Af hverju? Hvar er að finna rökrétt svar við því? Véfrétt Samfylkingarkonunnar er eftir sem áður umhugsunarverð: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“. Höfundur er kennari Háskóla Íslands á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands og íslensk lög kveða skýrt á um tjáningarfrelsi. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir, feli þær ekki í sér meiðyrði, rógburð eða önnur mannfjandsamleg skilaboð með orðum eða táknum. Myndir, tákn og sér í lagi fánar vega þungt þegar tjáningarfrelsi er annars vegar. Fánar og önnur tákn Hakakrossinn (svastiku-táknið) er án efa eitt þekktasta dæmið um áhrifamátt fána. Í mörg þúsund ár táknaði hann gæfu og velgengni meðal ólíkra menningarhópa. En fyrir rúmri öld tileinkuðu nasistar Þýskalands sér hann, sneru honum um 45 gráður og felldu inn í hvítan hring á rauðum grunni. Síðan hefur svastiku-táknið verið álitið tákn illsku og mannfyrirlitningar. Sumir þjóðfánar eru hlaðnir ýmiss konar merkingu. Sem dæmi má nefna fána Mósambík. Litirnir merkja náttúruauðlindirnar, jarðmálmana og sjálfa álfuna Afríku. Stríðsriffill á rauðum þríhyrningi merkir sjálfstæðisbaráttuna, skaröxi landbúnaðinn og hvít bók undir rifflinum og skaröxinni mikilvægi menntunar. Fánar og tákn hinsegin samfélagsins, sem íslensk skólabörn dunda sér stundum við að lita og skreyta, eiga sér ógrynni birtingarmynda og margs konar merkingar. Blómabreiða Reykjavíkurborgar í slakkanum við Njarðargötu síðastliðið sumar var slíkt tákn, fimm láréttar rendur, sem táknuðu fána transfólks. Glöggir hafa kannski séð að sá fáni virðist ætla að birtast þar aftur nú sumarið 2025. Ný og óvænt merking Dr. Matthías Þórðarson, fyrrverandi þjóðminjavörður, átti hugmyndina að íslenska þjóðfánanum, hvítum og rauðum krossi á bláum grunni; fáninn skyldi tákna fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Þar var enga stríðsriffla að finna eða önnur vopn, því síður mjúka liti, enda bjó hér í þá daga hæglát og friðsöm eyþjóð samofin frumkröftum landsins og ómengaðri þjóðarvitund: „Hver á sér fegra föðurland … hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð …“ En þjóðfáninn virðist nú hafa öðlast nýjan sess í vitund sumra. Nýlega steig þingkona Samfylkingarinnar fram á ritvöll Vísis og hvatti tiltekinn hóp Íslendinga til að koma sér upp eigin fána til að tjá hugsanir sínar og skoðanir, frekar en að nota íslenska þjóðfánann. Fánaútgáfa Matthíasar hafði greinilega sérstæða merkingu í huga þingkonunnar; hann minnti hana á formæður vorar og forfeður er komu öll einhvers staðar frá og námu hér land: „Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi“. Athyglisverð hughrif alþingismanns gagnvart þjóðfánanum. Hópurinn, sem hún vísaði til, kom saman á Austurvelli laugardaginn 31. maí til að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir gagnvart hælisleitendastefnu íslenskra stjórnvalda. Af lítt skiljanlegum orsökum skilgreindi þingkonan umræddan hóp „rasista“ og hrætt fólk, sem vart væri mark á takandi af því það reyndi að „fá útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi“. „Þögnin mun magna upp hatrið“ Skrifin reyndust mjór vísir vaxandi stimplunar er átti eftir að birtast á samfélagsmiðlum gagnvart hinum meintu rasistum, er leyfðu sér að veifa þjóðfánaútgáfu Matthíasar á Austurvelli. Erindi fundarmanna var að varpa fram sjálfsögðum spurningum er vörðuðu þolmörk eigin velferðarkerfis. Þingkona Viðreisnar tjáði sig einnig um fundinn og skilgreindi hópinn sem hægra öfgafólk með andúðaráróður öfgaafla og handbók popúlista að leiðarljósi, hlaðna hræðsluáróðri og viðleitni til að valda ótta og óöryggi. Fleiri þekktir þjóðfélagsþegnar blönduðu sér í umræðuna með svipuðum hætti, undarlega hömlulaust. Viðreisnarkonan áréttaði reyndar að við yrðum að hafa umræðuna opna og frjálsa „því þögnin mun aðeins magna upp hatrið“, sagði hún. Réttmæt ábending! Í Kastljósi 2. júní talaði dómsmálaráðherra á slíkum nótum, enda viljum við ekki samfélag þar sem jaðrarnir takast á meðan hinir þegja. Hún sagðist hafa skynjað vaxandi áhyggjur af útlendingamálum á ferðum sínum um landið og nefndi í því sambandi viðhorf kennara, heilbrigðisstarfsfólks og lögreglu. Líkt og fánaberarnir á Austurvelli 31. maí bar hún ugg í huga yfir því að Ísland væri vanmáttugt lítið eyríki, sem gæti ekki tekið við svo mörgu fólki eins og raun bæri vitni. Íslensk þjóð stendur frammi fyrir stórum úrlausnarefnum á fjölmörgum sviðum: heilbrigðisþjónustu, samgangna, menntunar, húsnæðismála og þannig mætti lengi telja. Orð dómsmálaráðherra voru því í tíma töluð. En hún hefði mátt rjúfa þögnina enn frekar og tengja framangreindar áskoranir við árvissan 100 milljarða glórulausan kostnað vegna opinna landamæra. Og glæpagengi, sem valsa hér inn og út, óáreitt, vegna gagnslauss Schengen-samráðs sem æva skyldi hafa orðið frekar en samráð við EES og NATO. Schengen-samráðinu var meðal annars ætlað að efla lögreglusamvinnu milli landa til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Það er kaldhæðni að þeim Íslendingi er barðist af mestum dug gegn ferðum glæpagengja og fíkniefnahópa til og frá landinu, hafi verið vikið úr starfi? Af hverju? Hvar er að finna rökrétt svar við því? Véfrétt Samfylkingarkonunnar er eftir sem áður umhugsunarverð: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“. Höfundur er kennari Háskóla Íslands á eftirlaunum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun