Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar 1. júlí 2025 07:00 Stjórnarskrá Íslands og íslensk lög kveða skýrt á um tjáningarfrelsi. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir, feli þær ekki í sér meiðyrði, rógburð eða önnur mannfjandsamleg skilaboð með orðum eða táknum. Myndir, tákn og sér í lagi fánar vega þungt þegar tjáningarfrelsi er annars vegar. Fánar og önnur tákn Hakakrossinn (svastiku-táknið) er án efa eitt þekktasta dæmið um áhrifamátt fána. Í mörg þúsund ár táknaði hann gæfu og velgengni meðal ólíkra menningarhópa. En fyrir rúmri öld tileinkuðu nasistar Þýskalands sér hann, sneru honum um 45 gráður og felldu inn í hvítan hring á rauðum grunni. Síðan hefur svastiku-táknið verið álitið tákn illsku og mannfyrirlitningar. Sumir þjóðfánar eru hlaðnir ýmiss konar merkingu. Sem dæmi má nefna fána Mósambík. Litirnir merkja náttúruauðlindirnar, jarðmálmana og sjálfa álfuna Afríku. Stríðsriffill á rauðum þríhyrningi merkir sjálfstæðisbaráttuna, skaröxi landbúnaðinn og hvít bók undir rifflinum og skaröxinni mikilvægi menntunar. Fánar og tákn hinsegin samfélagsins, sem íslensk skólabörn dunda sér stundum við að lita og skreyta, eiga sér ógrynni birtingarmynda og margs konar merkingar. Blómabreiða Reykjavíkurborgar í slakkanum við Njarðargötu síðastliðið sumar var slíkt tákn, fimm láréttar rendur, sem táknuðu fána transfólks. Glöggir hafa kannski séð að sá fáni virðist ætla að birtast þar aftur nú sumarið 2025. Ný og óvænt merking Dr. Matthías Þórðarson, fyrrverandi þjóðminjavörður, átti hugmyndina að íslenska þjóðfánanum, hvítum og rauðum krossi á bláum grunni; fáninn skyldi tákna fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Þar var enga stríðsriffla að finna eða önnur vopn, því síður mjúka liti, enda bjó hér í þá daga hæglát og friðsöm eyþjóð samofin frumkröftum landsins og ómengaðri þjóðarvitund: „Hver á sér fegra föðurland … hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð …“ En þjóðfáninn virðist nú hafa öðlast nýjan sess í vitund sumra. Nýlega steig þingkona Samfylkingarinnar fram á ritvöll Vísis og hvatti tiltekinn hóp Íslendinga til að koma sér upp eigin fána til að tjá hugsanir sínar og skoðanir, frekar en að nota íslenska þjóðfánann. Fánaútgáfa Matthíasar hafði greinilega sérstæða merkingu í huga þingkonunnar; hann minnti hana á formæður vorar og forfeður er komu öll einhvers staðar frá og námu hér land: „Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi“. Athyglisverð hughrif alþingismanns gagnvart þjóðfánanum. Hópurinn, sem hún vísaði til, kom saman á Austurvelli laugardaginn 31. maí til að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir gagnvart hælisleitendastefnu íslenskra stjórnvalda. Af lítt skiljanlegum orsökum skilgreindi þingkonan umræddan hóp „rasista“ og hrætt fólk, sem vart væri mark á takandi af því það reyndi að „fá útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi“. „Þögnin mun magna upp hatrið“ Skrifin reyndust mjór vísir vaxandi stimplunar er átti eftir að birtast á samfélagsmiðlum gagnvart hinum meintu rasistum, er leyfðu sér að veifa þjóðfánaútgáfu Matthíasar á Austurvelli. Erindi fundarmanna var að varpa fram sjálfsögðum spurningum er vörðuðu þolmörk eigin velferðarkerfis. Þingkona Viðreisnar tjáði sig einnig um fundinn og skilgreindi hópinn sem hægra öfgafólk með andúðaráróður öfgaafla og handbók popúlista að leiðarljósi, hlaðna hræðsluáróðri og viðleitni til að valda ótta og óöryggi. Fleiri þekktir þjóðfélagsþegnar blönduðu sér í umræðuna með svipuðum hætti, undarlega hömlulaust. Viðreisnarkonan áréttaði reyndar að við yrðum að hafa umræðuna opna og frjálsa „því þögnin mun aðeins magna upp hatrið“, sagði hún. Réttmæt ábending! Í Kastljósi 2. júní talaði dómsmálaráðherra á slíkum nótum, enda viljum við ekki samfélag þar sem jaðrarnir takast á meðan hinir þegja. Hún sagðist hafa skynjað vaxandi áhyggjur af útlendingamálum á ferðum sínum um landið og nefndi í því sambandi viðhorf kennara, heilbrigðisstarfsfólks og lögreglu. Líkt og fánaberarnir á Austurvelli 31. maí bar hún ugg í huga yfir því að Ísland væri vanmáttugt lítið eyríki, sem gæti ekki tekið við svo mörgu fólki eins og raun bæri vitni. Íslensk þjóð stendur frammi fyrir stórum úrlausnarefnum á fjölmörgum sviðum: heilbrigðisþjónustu, samgangna, menntunar, húsnæðismála og þannig mætti lengi telja. Orð dómsmálaráðherra voru því í tíma töluð. En hún hefði mátt rjúfa þögnina enn frekar og tengja framangreindar áskoranir við árvissan 100 milljarða glórulausan kostnað vegna opinna landamæra. Og glæpagengi, sem valsa hér inn og út, óáreitt, vegna gagnslauss Schengen-samráðs sem æva skyldi hafa orðið frekar en samráð við EES og NATO. Schengen-samráðinu var meðal annars ætlað að efla lögreglusamvinnu milli landa til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Það er kaldhæðni að þeim Íslendingi er barðist af mestum dug gegn ferðum glæpagengja og fíkniefnahópa til og frá landinu, hafi verið vikið úr starfi? Af hverju? Hvar er að finna rökrétt svar við því? Véfrétt Samfylkingarkonunnar er eftir sem áður umhugsunarverð: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“. Höfundur er kennari Háskóla Íslands á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands og íslensk lög kveða skýrt á um tjáningarfrelsi. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir, feli þær ekki í sér meiðyrði, rógburð eða önnur mannfjandsamleg skilaboð með orðum eða táknum. Myndir, tákn og sér í lagi fánar vega þungt þegar tjáningarfrelsi er annars vegar. Fánar og önnur tákn Hakakrossinn (svastiku-táknið) er án efa eitt þekktasta dæmið um áhrifamátt fána. Í mörg þúsund ár táknaði hann gæfu og velgengni meðal ólíkra menningarhópa. En fyrir rúmri öld tileinkuðu nasistar Þýskalands sér hann, sneru honum um 45 gráður og felldu inn í hvítan hring á rauðum grunni. Síðan hefur svastiku-táknið verið álitið tákn illsku og mannfyrirlitningar. Sumir þjóðfánar eru hlaðnir ýmiss konar merkingu. Sem dæmi má nefna fána Mósambík. Litirnir merkja náttúruauðlindirnar, jarðmálmana og sjálfa álfuna Afríku. Stríðsriffill á rauðum þríhyrningi merkir sjálfstæðisbaráttuna, skaröxi landbúnaðinn og hvít bók undir rifflinum og skaröxinni mikilvægi menntunar. Fánar og tákn hinsegin samfélagsins, sem íslensk skólabörn dunda sér stundum við að lita og skreyta, eiga sér ógrynni birtingarmynda og margs konar merkingar. Blómabreiða Reykjavíkurborgar í slakkanum við Njarðargötu síðastliðið sumar var slíkt tákn, fimm láréttar rendur, sem táknuðu fána transfólks. Glöggir hafa kannski séð að sá fáni virðist ætla að birtast þar aftur nú sumarið 2025. Ný og óvænt merking Dr. Matthías Þórðarson, fyrrverandi þjóðminjavörður, átti hugmyndina að íslenska þjóðfánanum, hvítum og rauðum krossi á bláum grunni; fáninn skyldi tákna fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Þar var enga stríðsriffla að finna eða önnur vopn, því síður mjúka liti, enda bjó hér í þá daga hæglát og friðsöm eyþjóð samofin frumkröftum landsins og ómengaðri þjóðarvitund: „Hver á sér fegra föðurland … hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð …“ En þjóðfáninn virðist nú hafa öðlast nýjan sess í vitund sumra. Nýlega steig þingkona Samfylkingarinnar fram á ritvöll Vísis og hvatti tiltekinn hóp Íslendinga til að koma sér upp eigin fána til að tjá hugsanir sínar og skoðanir, frekar en að nota íslenska þjóðfánann. Fánaútgáfa Matthíasar hafði greinilega sérstæða merkingu í huga þingkonunnar; hann minnti hana á formæður vorar og forfeður er komu öll einhvers staðar frá og námu hér land: „Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi“. Athyglisverð hughrif alþingismanns gagnvart þjóðfánanum. Hópurinn, sem hún vísaði til, kom saman á Austurvelli laugardaginn 31. maí til að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir gagnvart hælisleitendastefnu íslenskra stjórnvalda. Af lítt skiljanlegum orsökum skilgreindi þingkonan umræddan hóp „rasista“ og hrætt fólk, sem vart væri mark á takandi af því það reyndi að „fá útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi“. „Þögnin mun magna upp hatrið“ Skrifin reyndust mjór vísir vaxandi stimplunar er átti eftir að birtast á samfélagsmiðlum gagnvart hinum meintu rasistum, er leyfðu sér að veifa þjóðfánaútgáfu Matthíasar á Austurvelli. Erindi fundarmanna var að varpa fram sjálfsögðum spurningum er vörðuðu þolmörk eigin velferðarkerfis. Þingkona Viðreisnar tjáði sig einnig um fundinn og skilgreindi hópinn sem hægra öfgafólk með andúðaráróður öfgaafla og handbók popúlista að leiðarljósi, hlaðna hræðsluáróðri og viðleitni til að valda ótta og óöryggi. Fleiri þekktir þjóðfélagsþegnar blönduðu sér í umræðuna með svipuðum hætti, undarlega hömlulaust. Viðreisnarkonan áréttaði reyndar að við yrðum að hafa umræðuna opna og frjálsa „því þögnin mun aðeins magna upp hatrið“, sagði hún. Réttmæt ábending! Í Kastljósi 2. júní talaði dómsmálaráðherra á slíkum nótum, enda viljum við ekki samfélag þar sem jaðrarnir takast á meðan hinir þegja. Hún sagðist hafa skynjað vaxandi áhyggjur af útlendingamálum á ferðum sínum um landið og nefndi í því sambandi viðhorf kennara, heilbrigðisstarfsfólks og lögreglu. Líkt og fánaberarnir á Austurvelli 31. maí bar hún ugg í huga yfir því að Ísland væri vanmáttugt lítið eyríki, sem gæti ekki tekið við svo mörgu fólki eins og raun bæri vitni. Íslensk þjóð stendur frammi fyrir stórum úrlausnarefnum á fjölmörgum sviðum: heilbrigðisþjónustu, samgangna, menntunar, húsnæðismála og þannig mætti lengi telja. Orð dómsmálaráðherra voru því í tíma töluð. En hún hefði mátt rjúfa þögnina enn frekar og tengja framangreindar áskoranir við árvissan 100 milljarða glórulausan kostnað vegna opinna landamæra. Og glæpagengi, sem valsa hér inn og út, óáreitt, vegna gagnslauss Schengen-samráðs sem æva skyldi hafa orðið frekar en samráð við EES og NATO. Schengen-samráðinu var meðal annars ætlað að efla lögreglusamvinnu milli landa til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Það er kaldhæðni að þeim Íslendingi er barðist af mestum dug gegn ferðum glæpagengja og fíkniefnahópa til og frá landinu, hafi verið vikið úr starfi? Af hverju? Hvar er að finna rökrétt svar við því? Véfrétt Samfylkingarkonunnar er eftir sem áður umhugsunarverð: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“. Höfundur er kennari Háskóla Íslands á eftirlaunum.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun