Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 20:54 Dæmi eru um að miðar séu til sölu á rúmlega sexföldu söluverði. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana. Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira