„Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 18:02 Viðræður um þinglok sigldu í strand um helgina. Vísir/Anton Brink Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. „Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
„Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent