„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:00 Háskólinn á Akureyri. Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira