Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 20:13 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Dósent í félags og afbrotafræði telur skýrt að fleiri hafi gerst brotlegir við lög í kynferðisbrotamáli gagnvart fatlaðri konu en sá sem hlaut dóm. Hún vill að ríkissaksóknari skýri ákvörðun sína. Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira