Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar 9. júlí 2025 09:00 Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Íþróttir barna Frístund barna Sund Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar