Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar 9. júlí 2025 08:33 Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun