Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar 9. júlí 2025 08:33 Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun