Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun