Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar 10. júlí 2025 08:00 Það hefur verið einkenni okkar tíma að spilling og græðgi hefur fengið að vaða uppi á Íslandi án mikillar mótstöðu með stuðningi ákveðinna stjórnmálaflokka á síðustu áratugum. Afleiðingin hefur verið mjög slæm fyrir almenning á Íslandi. Iðnaðurinn í kringum fisk á Íslandi er aðeins um 20% af útflutningi á Íslandi og aðeins um 6% af landsframleiðslu á Íslandi [heimild: Sjávarútvegur á Íslandi]. Þannig að mikilvægi sjávarútvegs í málflutningi þeirra sem standa að málþóf á Alþingi er háð miklum ýkjum. Skattamál sjávarútvegs á Íslandi hafa verið þannig að fyrirtækin í þessu hafa fengið að halda eftir sem mestum hagnaði og borga sem minnsta skatta á öllum stigum, þetta er ekki bara í veiði gjöldum sem á núna að hækka með breytingum á lögum sem stjórnarandstaðan stendur gegn. Þetta veiðigjald er nauðsynlegt til þess að auka tekjur íslenska ríksins. Þar sem það hefur verið stefna síðustu ríkisstjórn að lækka skatta á Íslandi og skattalækkanir eru borgaðar í niðurskurði á þjónustu til almennings. Það er ekki hægt að lækka skatta endalaust og halda úti þjónustu til almennings svo vel sé og almenningur á Íslandi er farinn að finna fyrir því á síðustu árum óþægilega mikið hvað það er búið að skera mikið niður á Íslandi vegna skattalækkana. Vegakerfið er orðið mjög léleg á stórum hluta Íslands, ef ekki ónýtt á ákveðnum svæðum sem eru samt sem áður mjög fjölfarin. Heilsugæslan er í vandræðum vegna fjárskorts. Sama með grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi. Þetta er allt vegna skattalækkana á Íslandi. Þessu hefur verið mætt með auknum lántökum [heimild 1, heimild 2] og síðan niðurskurði. Hvorugt er hægt að viðhalda til lengri tíma í fjármálum íslenska ríkisins. Með því að hækka skatta og gjöld, eins og af sjávarútvegnum þá er hægt að minnka þörfina fyrir lántökur hjá íslenska ríkinu, bæta þjónustu við almenning og auka hagsæld á Íslandi. Þar sem hærri skattar auka hagsæld almennings. Lægri skattar auka ekki hagsæld almennings. Það eina sem lægri skattar gera er að leyfa ríku fólki að vera ríkara og auka fátækt með öllum þeim vandamál sem fátækt fylgja. Það er hægt að gera þetta á margan hátt og engin ein leið réttari en önnur í þessu. Það liggur þó alveg fyrir að fyrirtæki eins og einstaklingar verða að borga sinn réttláta hluta í skatt á Íslandi. Sá skattur og gjöld sem sjávarútvegurinn hefur verið að borga á Íslandi hefur verið of lítill alltof lengi. Afleiðingin af því er mikill hagnaður sem hefur verið notaður til þess að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum og iðnaði á Íslandi sem er ótengdur sjávarútvegi á Íslandi. Síðan hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki einnig staðið í mikilli fjárfestingu innan Evrópusambandsins og þar borga þessi fyrirtæki skatta án vandamála og sá skattur hefur oft verið miklu hærri en hefur nokkurntímann verið á Íslandi. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið einkenni okkar tíma að spilling og græðgi hefur fengið að vaða uppi á Íslandi án mikillar mótstöðu með stuðningi ákveðinna stjórnmálaflokka á síðustu áratugum. Afleiðingin hefur verið mjög slæm fyrir almenning á Íslandi. Iðnaðurinn í kringum fisk á Íslandi er aðeins um 20% af útflutningi á Íslandi og aðeins um 6% af landsframleiðslu á Íslandi [heimild: Sjávarútvegur á Íslandi]. Þannig að mikilvægi sjávarútvegs í málflutningi þeirra sem standa að málþóf á Alþingi er háð miklum ýkjum. Skattamál sjávarútvegs á Íslandi hafa verið þannig að fyrirtækin í þessu hafa fengið að halda eftir sem mestum hagnaði og borga sem minnsta skatta á öllum stigum, þetta er ekki bara í veiði gjöldum sem á núna að hækka með breytingum á lögum sem stjórnarandstaðan stendur gegn. Þetta veiðigjald er nauðsynlegt til þess að auka tekjur íslenska ríksins. Þar sem það hefur verið stefna síðustu ríkisstjórn að lækka skatta á Íslandi og skattalækkanir eru borgaðar í niðurskurði á þjónustu til almennings. Það er ekki hægt að lækka skatta endalaust og halda úti þjónustu til almennings svo vel sé og almenningur á Íslandi er farinn að finna fyrir því á síðustu árum óþægilega mikið hvað það er búið að skera mikið niður á Íslandi vegna skattalækkana. Vegakerfið er orðið mjög léleg á stórum hluta Íslands, ef ekki ónýtt á ákveðnum svæðum sem eru samt sem áður mjög fjölfarin. Heilsugæslan er í vandræðum vegna fjárskorts. Sama með grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi. Þetta er allt vegna skattalækkana á Íslandi. Þessu hefur verið mætt með auknum lántökum [heimild 1, heimild 2] og síðan niðurskurði. Hvorugt er hægt að viðhalda til lengri tíma í fjármálum íslenska ríkisins. Með því að hækka skatta og gjöld, eins og af sjávarútvegnum þá er hægt að minnka þörfina fyrir lántökur hjá íslenska ríkinu, bæta þjónustu við almenning og auka hagsæld á Íslandi. Þar sem hærri skattar auka hagsæld almennings. Lægri skattar auka ekki hagsæld almennings. Það eina sem lægri skattar gera er að leyfa ríku fólki að vera ríkara og auka fátækt með öllum þeim vandamál sem fátækt fylgja. Það er hægt að gera þetta á margan hátt og engin ein leið réttari en önnur í þessu. Það liggur þó alveg fyrir að fyrirtæki eins og einstaklingar verða að borga sinn réttláta hluta í skatt á Íslandi. Sá skattur og gjöld sem sjávarútvegurinn hefur verið að borga á Íslandi hefur verið of lítill alltof lengi. Afleiðingin af því er mikill hagnaður sem hefur verið notaður til þess að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum og iðnaði á Íslandi sem er ótengdur sjávarútvegi á Íslandi. Síðan hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki einnig staðið í mikilli fjárfestingu innan Evrópusambandsins og þar borga þessi fyrirtæki skatta án vandamála og sá skattur hefur oft verið miklu hærri en hefur nokkurntímann verið á Íslandi. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun