„Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 12:22 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira