Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar 10. júlí 2025 13:31 Í frétt á Samstöðinni þann 9. júlí sl. var fjallað um málefni Bjargs, sem er herbergjasambýli á Seltjarnarnesi. Þar komu fram sláandi lýsingar á aðbúnaði fjögurra íbúa Bjargs, en í inngangi fréttarinnar segir: Þessi frásögn er ekki endilega um hvað gerist þegar einkaaðilar sinna opinberri heilbrigðisþjónustu eða hvað mér finnst um slíkt fyrirkomulag yfirhöfuð, ekki hvernig eftirlit með starfsháttum virðist í höndum rekstraraðila og velunnara né um ákveðnar persónur. Ölluheldur fjallar hún um sinnuleysi, lélegt utanumhald, gegnumgangandi og kerfislæga óvirðingu í garð fatlaðs fólks og mannfjandsamlegt kerfi sem fjársvelt reiðir sig á útvistanir sjálfsagðrar almenningsþjónustu. Það skal einnig tekið fram að það starfsfólk sem ég ræddi við mætir til vinnu sinnar daglega af hugsjón og umhyggju fyrir fólkinu sem um ræðir í bland við eigin afkomuótta. Geðhjálp hefur í mörg ár bent á eftirlitsleysi og úrræðaskort þegar kemur að þeim einstaklingum sem eru hvað jaðarsettastir í samfélaginu. Það er átakanlegt að lesa þessa frásögn frá Bjargi þar sem í hverri línu birtist hið fullkomna áhugaleysi stjórnvalda gagnvart þeim hópi sem Bjarg og önnur úrræði hafa sinnt. Á Alþingi setja menn hvert Íslandsmetið í málþófi en það er ekki vegna daglegra mannréttindabrota og eftirlitsleysi gagnvart aðbúnaði íbúanna á Bjargi og meðferð á þeim eða öðrum skjólstæðingum geðheilbrigðiskerfisins. Það fór ekki mínúta af ræðutíma í þann hóp á nýliðnu þingi þrátt fyrir að tilefnið væri ærið. Hvar er rannsóknarnefndin? Í kjölfar alvarlegra ábendinga vorið 2021, sem komu annars vegar fram í tengslum við vistheimilið Arnarholt og hins vegar í tengslum við geðdeildir Landspítalans, var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að fela forsætisráðherra að láta framkvæma úttekt til að ná utan um umfang vanrækslu og hugsanlegra lögbrota. Forsætisráðherra setti í kjölfarið á laggirnar nefnd sem safnaði ítarlegum upplýsingum um starfsemi vistheimila fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda. Sérstök áhersla var lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag vegna mikilvægis þess að horfa ekki bara til fortíðar heldur einnig til nútímans. Nefndin skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í byrjun júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi: Nefndin lagði til að rannsóknin færi fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gæfi rannsóknarnefndinni sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og væri í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá var lagt til að rannsóknartímabilið yrði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt væri að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda yrði á meðal nefndarmanna. Lögð var þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fengi fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Forsætisráðherra fól velferðarnefnd þá um sumarið að ljúka málinu og leggja fyrir þingið til samþykktar. Síðan eru liðnir 1.129 dagar og þetta mál hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr velferðarnefnd. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent inn fyrirspurnir á forsætisráðuneytið, velferðarnefnd og þingflokksformenn allra flokka þingsins til að reka á eftir málinu en ekkert hefur til rannsóknarnefndarinnar spurst. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Seltjarnarnes Grímur Atlason Málefni fatlaðs fólks Vistheimili Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í frétt á Samstöðinni þann 9. júlí sl. var fjallað um málefni Bjargs, sem er herbergjasambýli á Seltjarnarnesi. Þar komu fram sláandi lýsingar á aðbúnaði fjögurra íbúa Bjargs, en í inngangi fréttarinnar segir: Þessi frásögn er ekki endilega um hvað gerist þegar einkaaðilar sinna opinberri heilbrigðisþjónustu eða hvað mér finnst um slíkt fyrirkomulag yfirhöfuð, ekki hvernig eftirlit með starfsháttum virðist í höndum rekstraraðila og velunnara né um ákveðnar persónur. Ölluheldur fjallar hún um sinnuleysi, lélegt utanumhald, gegnumgangandi og kerfislæga óvirðingu í garð fatlaðs fólks og mannfjandsamlegt kerfi sem fjársvelt reiðir sig á útvistanir sjálfsagðrar almenningsþjónustu. Það skal einnig tekið fram að það starfsfólk sem ég ræddi við mætir til vinnu sinnar daglega af hugsjón og umhyggju fyrir fólkinu sem um ræðir í bland við eigin afkomuótta. Geðhjálp hefur í mörg ár bent á eftirlitsleysi og úrræðaskort þegar kemur að þeim einstaklingum sem eru hvað jaðarsettastir í samfélaginu. Það er átakanlegt að lesa þessa frásögn frá Bjargi þar sem í hverri línu birtist hið fullkomna áhugaleysi stjórnvalda gagnvart þeim hópi sem Bjarg og önnur úrræði hafa sinnt. Á Alþingi setja menn hvert Íslandsmetið í málþófi en það er ekki vegna daglegra mannréttindabrota og eftirlitsleysi gagnvart aðbúnaði íbúanna á Bjargi og meðferð á þeim eða öðrum skjólstæðingum geðheilbrigðiskerfisins. Það fór ekki mínúta af ræðutíma í þann hóp á nýliðnu þingi þrátt fyrir að tilefnið væri ærið. Hvar er rannsóknarnefndin? Í kjölfar alvarlegra ábendinga vorið 2021, sem komu annars vegar fram í tengslum við vistheimilið Arnarholt og hins vegar í tengslum við geðdeildir Landspítalans, var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að fela forsætisráðherra að láta framkvæma úttekt til að ná utan um umfang vanrækslu og hugsanlegra lögbrota. Forsætisráðherra setti í kjölfarið á laggirnar nefnd sem safnaði ítarlegum upplýsingum um starfsemi vistheimila fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda. Sérstök áhersla var lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag vegna mikilvægis þess að horfa ekki bara til fortíðar heldur einnig til nútímans. Nefndin skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í byrjun júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi: Nefndin lagði til að rannsóknin færi fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gæfi rannsóknarnefndinni sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og væri í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá var lagt til að rannsóknartímabilið yrði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt væri að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda yrði á meðal nefndarmanna. Lögð var þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fengi fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Forsætisráðherra fól velferðarnefnd þá um sumarið að ljúka málinu og leggja fyrir þingið til samþykktar. Síðan eru liðnir 1.129 dagar og þetta mál hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr velferðarnefnd. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent inn fyrirspurnir á forsætisráðuneytið, velferðarnefnd og þingflokksformenn allra flokka þingsins til að reka á eftir málinu en ekkert hefur til rannsóknarnefndarinnar spurst. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun