Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 13:34 Markús hefur verið ráðinn safnstjóri til fimm ára. Eyþór Árnason Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017. Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Ráðningin er til fimm ára með möguleika á fimm ára endurráðningu. Tekur Markús Þór við stöðunni af Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur sem lætur af störfum eftir 10 ára starf. Niðurstaða ráðningarnefndar, sem í sátu Steinþór Einarsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar og Hulda Stefánsdóttir myndlistarmaður og aðstoðarrektor rannsókna við Listaháskóla Íslands, og ráðgjafa Vinnvinn ráðninga sem sá um ráðningarferilinn, var að Markús Þór Andrésson mæti afar vel kröfum Reykjavíkurborgar um staðgóða þekkingu á sviði safnsins, leiðtogahæfni, frumkvæði og færni til að leiða þetta stærsta listasafn landsins áfram á farsælli braut. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Markús Þór er með MA gráðu í sýningarstjórn frá Bard Center for Curatorial Studies í Bandaríkjunum og BA próf í myndlist frá Listháskóla Íslands. Þar segir einnig að hann hafi mikla og fjölbreytta reynslu og þekkingu af safnastörfum, einkum fyrir Listasafn Reykjavíkur en þar hafi hann unnið að fjölda sýninga, stýrt útgáfum og miðlað viðfangsefnum safnsins innan fræðaheimsins og til almennings jafnt með textagerð, á málþingum og með leiðsögnum. Þá hafi hann einnig verið fulltrúi safnsins á alþjóðavettvangi. í tilkynningu kemur einnig fram að Markús Þór hafi til margra ára starfað sem sjálfsstætt starfandi sýningarstjóri fyrir fjölda safna og sýningarstaða og unnið að sýningum jafnt hérlendis sem erlendis. Til dæmis hafi hann unnið að sýningunnoi Sjónarhorn í Safnahúsinu árið 2015. Hann var einnig sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árið 2009 og í sýningarstjórn Norræna tvíæringsins Momentum 2011. Að auki hafi Markús Þór skrifað fjölda greina og ritstýrt bókum um myndlist, verið stundakennari, flutt fyrirlestra og tekið þátt í fjölda málþinga. Þá hefur hann sem leikstjóri heimildarmynda og dagkrárgerðarmaður sjónvarpsþátta um myndlist kannað ólíkar hliðar listsköpunar. Reykjavík Menning Söfn Vistaskipti Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Ráðningin er til fimm ára með möguleika á fimm ára endurráðningu. Tekur Markús Þór við stöðunni af Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur sem lætur af störfum eftir 10 ára starf. Niðurstaða ráðningarnefndar, sem í sátu Steinþór Einarsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar og Hulda Stefánsdóttir myndlistarmaður og aðstoðarrektor rannsókna við Listaháskóla Íslands, og ráðgjafa Vinnvinn ráðninga sem sá um ráðningarferilinn, var að Markús Þór Andrésson mæti afar vel kröfum Reykjavíkurborgar um staðgóða þekkingu á sviði safnsins, leiðtogahæfni, frumkvæði og færni til að leiða þetta stærsta listasafn landsins áfram á farsælli braut. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Markús Þór er með MA gráðu í sýningarstjórn frá Bard Center for Curatorial Studies í Bandaríkjunum og BA próf í myndlist frá Listháskóla Íslands. Þar segir einnig að hann hafi mikla og fjölbreytta reynslu og þekkingu af safnastörfum, einkum fyrir Listasafn Reykjavíkur en þar hafi hann unnið að fjölda sýninga, stýrt útgáfum og miðlað viðfangsefnum safnsins innan fræðaheimsins og til almennings jafnt með textagerð, á málþingum og með leiðsögnum. Þá hafi hann einnig verið fulltrúi safnsins á alþjóðavettvangi. í tilkynningu kemur einnig fram að Markús Þór hafi til margra ára starfað sem sjálfsstætt starfandi sýningarstjóri fyrir fjölda safna og sýningarstaða og unnið að sýningum jafnt hérlendis sem erlendis. Til dæmis hafi hann unnið að sýningunnoi Sjónarhorn í Safnahúsinu árið 2015. Hann var einnig sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árið 2009 og í sýningarstjórn Norræna tvíæringsins Momentum 2011. Að auki hafi Markús Þór skrifað fjölda greina og ritstýrt bókum um myndlist, verið stundakennari, flutt fyrirlestra og tekið þátt í fjölda málþinga. Þá hefur hann sem leikstjóri heimildarmynda og dagkrárgerðarmaður sjónvarpsþátta um myndlist kannað ólíkar hliðar listsköpunar.
Reykjavík Menning Söfn Vistaskipti Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira