Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. júlí 2025 17:03 Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar