Halda áfram að ræða veiðigjöldin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 07:30 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á veiðigjöldum. Vísir/Vilhelm Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira