Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Lovísa Arnardóttir og Auðun Georg Ólafsson skrifa 11. júlí 2025 14:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Tollgæslan ræddu við fólk á leið til landsins sem þau töldu möguleg fórnarlömb mansals. Vísir/Vilhelm Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu. Lögregla fann í aðgerðunum 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Meirihluti var frá Rúmeníu en þolendur voru einnig frá Kólumbíu, Paragvæ, Malasíu, Bretlandi, Portúgal, Kína, Nígeríu og Gana. Fóru á heimili og ræddu við fólk á leið til landsins Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi stýrði aðgerðum lögreglu á Íslandi. Hann segir að um tuttugu lögreglu- og tollgæslumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem fóru fram 1. til 6. júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða eða heimila og framkvæmdi handahófskennda athugun á Keflavíkurflugvelli á 250 manna úrtaki sem var að koma til Íslands. „Það var farið í greiningarvinnu og skoðað hver gætu verið möguleg fórnarlömb mansals og þau könnuð.“ Hvað varðar heimsóknir skoðaði lögreglan heimilisföng í auglýsingum og heimsóttu þau. „Við förum bara og mælum okkur mót við vændiskonur, ræðum við þær og bjóðum fram aðstoð ef þær vilja aðstoð frá lögreglu. Ef þær þiggja aðstoðina þá eru þær sendar í Bjarkarhlíð.“ Lögreglan tók þátt í sams konar verkefni í fyrra. Gunnar segir tölurnar sambærilegar en fjöldann þó aðeins meiri í ár. „Það voru 32 vændiskonur heimsóttar í fyrra þannig að það er aðeins aukning núna. Þetta hefur verið svipaður fjöldi síðustu ár eftir að merkjanlegur fjöldi vændiskvenna jókst verulega í Reykjavík 2023.“ Fimmtíu starfandi í Reykjavík Hann segir miðað við þessa rannsókn geri lögreglan ráð fyrir að um fimmtíu konur séu starfandi við vændi á hverjum tíma í Reykjavík. Hvar eru þessi vændishús, eru þau út um alla borg? „Já, það má segja það en þetta er helst í kringum miðbæinn. Þegar við fórum í þessar aðgerðarviku voru 460 virkar auglýsingar á einni netsíðu en svo eru samfélagsmiðlar notaðir líka,“ segir Gunnar og að til skoðunar hafi verið hótelherbergi og herbergi sem hafi verið til leigu á Air-Bnb. Þekkt sé að konurnar færi sig á milli staða til að forðast afskipti yfirvalda. „Það er grunur um að þessar vændiskonur séu undir hælnum á skipuðum glæpasamtökum. Þó þær neiti fyrir það þegar við hittum þær í fyrsta skipti. Það er þekkt í þessum málum að það þarf að byggja upp traust til að fá einstaklinga til að tala við okkur. Fólk er ekki tilbúið til að tala strax.“ Hræddar við að þiggja aðstoð Gunnar segir konurnar margar ekki hafa viljað þiggja aðstoð. „Þær voru ekki mjög viljugar til að þiggja aðstoð, hvað veldur því er erfitt að segja til um hvort það sé hræðsla eða annað. Það var ein sem þáði aðstoð en bakkaði síðan út úr því.“ Hann segir þetta erfið málað rannsaka því það sé erfitt að sanna þau. Lögreglunni skorti mannafla til að geta skoðað einnig þá sem eru að kaupa vændi. Í þessum aðgerðum hafi markmiðið verið að reyna að komast að því hversu margar konur selji vændi á Íslandi og séu þolendur mansals. Hann segir erfiðara að nálgast þær þegar lögreglan handtekur kaupendur. „Hugmyndin er að bjóða þeim aðstoð ef þær vilja þiggja hana.“ Lögreglumál Mansal Vændi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Suðurnesjabær Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Lögregla fann í aðgerðunum 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Meirihluti var frá Rúmeníu en þolendur voru einnig frá Kólumbíu, Paragvæ, Malasíu, Bretlandi, Portúgal, Kína, Nígeríu og Gana. Fóru á heimili og ræddu við fólk á leið til landsins Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi stýrði aðgerðum lögreglu á Íslandi. Hann segir að um tuttugu lögreglu- og tollgæslumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem fóru fram 1. til 6. júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða eða heimila og framkvæmdi handahófskennda athugun á Keflavíkurflugvelli á 250 manna úrtaki sem var að koma til Íslands. „Það var farið í greiningarvinnu og skoðað hver gætu verið möguleg fórnarlömb mansals og þau könnuð.“ Hvað varðar heimsóknir skoðaði lögreglan heimilisföng í auglýsingum og heimsóttu þau. „Við förum bara og mælum okkur mót við vændiskonur, ræðum við þær og bjóðum fram aðstoð ef þær vilja aðstoð frá lögreglu. Ef þær þiggja aðstoðina þá eru þær sendar í Bjarkarhlíð.“ Lögreglan tók þátt í sams konar verkefni í fyrra. Gunnar segir tölurnar sambærilegar en fjöldann þó aðeins meiri í ár. „Það voru 32 vændiskonur heimsóttar í fyrra þannig að það er aðeins aukning núna. Þetta hefur verið svipaður fjöldi síðustu ár eftir að merkjanlegur fjöldi vændiskvenna jókst verulega í Reykjavík 2023.“ Fimmtíu starfandi í Reykjavík Hann segir miðað við þessa rannsókn geri lögreglan ráð fyrir að um fimmtíu konur séu starfandi við vændi á hverjum tíma í Reykjavík. Hvar eru þessi vændishús, eru þau út um alla borg? „Já, það má segja það en þetta er helst í kringum miðbæinn. Þegar við fórum í þessar aðgerðarviku voru 460 virkar auglýsingar á einni netsíðu en svo eru samfélagsmiðlar notaðir líka,“ segir Gunnar og að til skoðunar hafi verið hótelherbergi og herbergi sem hafi verið til leigu á Air-Bnb. Þekkt sé að konurnar færi sig á milli staða til að forðast afskipti yfirvalda. „Það er grunur um að þessar vændiskonur séu undir hælnum á skipuðum glæpasamtökum. Þó þær neiti fyrir það þegar við hittum þær í fyrsta skipti. Það er þekkt í þessum málum að það þarf að byggja upp traust til að fá einstaklinga til að tala við okkur. Fólk er ekki tilbúið til að tala strax.“ Hræddar við að þiggja aðstoð Gunnar segir konurnar margar ekki hafa viljað þiggja aðstoð. „Þær voru ekki mjög viljugar til að þiggja aðstoð, hvað veldur því er erfitt að segja til um hvort það sé hræðsla eða annað. Það var ein sem þáði aðstoð en bakkaði síðan út úr því.“ Hann segir þetta erfið málað rannsaka því það sé erfitt að sanna þau. Lögreglunni skorti mannafla til að geta skoðað einnig þá sem eru að kaupa vændi. Í þessum aðgerðum hafi markmiðið verið að reyna að komast að því hversu margar konur selji vændi á Íslandi og séu þolendur mansals. Hann segir erfiðara að nálgast þær þegar lögreglan handtekur kaupendur. „Hugmyndin er að bjóða þeim aðstoð ef þær vilja þiggja hana.“
Lögreglumál Mansal Vændi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Suðurnesjabær Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent