Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2025 11:31 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40