„Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2025 23:03 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. vísir/friðrik „Þá eru öll sund lokuð. Við verðum þá að una við það. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að ná ekki að framlengja veiðarnar. Þetta eru um 800 bátar sem eru að stunda þær og bara mjög fjölmennur vinnustaður og allt í kring. “ Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við fréttastofu inntur eftir viðbrögðum við því að strandveiðum sé nú formlega lokið. Svo virðist sem öll von sé úti um strandveiðum verið fram haldið á þessu tímabili. Örn segir þó að hann muni leita fundar með innviðaráðherra til að leita lausna. Málið færist á milli ráðuneyta og frumvarp strandaði á þingi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið miðað við núverandi lagaheimild. Núverandi ellefu þúsund tonna kvóti kláraðist í gær og lauk því strandveiðitímabilinu í dag. Strandveiðimenn hafa lýst yfir vonbrigðum að frumvarp Hönnu um bráðabirgðaákvæði sem átti að tryggja 48 daga veiðar í sumar rataði ekki í þinglokasamning heldur dagaði uppi í þinginu fyrir sumarið. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti yfir í innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar, ráðherra Flokk fólksins, en það var gert á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Komi honum gjörsamlega í opna skjöldu Spurður hvernig tilfinningin sé að fá þessar fréttir svarar Örn: „Hún er alveg mjög slæm, afar slæm. Það er búið að vera undirbúa þetta og allir búnir að skipuleggja sig til þess að fá að veiða til loka ágústs. Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna.“ Hann kveðst hafa verið vongóður í upphafi dags um að lausn myndi finnast á þessu. Fyrr í dag sagði hann í samtali við fréttastofu að hann væri vongóður um að ráðherra myndi bæta við fimm þúsund tonnum í strandveiðipottinn. Tíðindi dagsins komi honum í opna skjöldu þó hann haldi enn í vonina. „Ég á nú ekki von á því að það sé búið að fullkemba þetta og við höfum bent þeim á ákveðnar leiðir sem hægt er að fara. Ég er ennþá sannfærður um það að þær veiðiheimildir sem eru í boði sem eru enn í pottinum verða ekki fullnýttar ef að strandveiðarnar koma ekki til með að veiða aðeins meira.“ Hann kveðst reikna með fundi með innviðaráðherra og segir forvitinn að vita hvernig hann muni bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Um mikinn tekjumissi sé að ræða „Miðað við veiðiheimildir í fyrra þá erum við að veiða um þúsund tonnum minna en í fyrra og meðalaflinn á bát er líka aðeins lægri. Á móti hefur fiskverðið lækkað. Þetta er ekki allslæmt ár. En að fá ekki að ljúka árinu er náttúrulega mjög slæmt. Það er ömurlegt fyrir menn að þurfa að sigla í land því að það nóg af þorski enn út á sjó.“ Strandveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35 Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við fréttastofu inntur eftir viðbrögðum við því að strandveiðum sé nú formlega lokið. Svo virðist sem öll von sé úti um strandveiðum verið fram haldið á þessu tímabili. Örn segir þó að hann muni leita fundar með innviðaráðherra til að leita lausna. Málið færist á milli ráðuneyta og frumvarp strandaði á þingi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið miðað við núverandi lagaheimild. Núverandi ellefu þúsund tonna kvóti kláraðist í gær og lauk því strandveiðitímabilinu í dag. Strandveiðimenn hafa lýst yfir vonbrigðum að frumvarp Hönnu um bráðabirgðaákvæði sem átti að tryggja 48 daga veiðar í sumar rataði ekki í þinglokasamning heldur dagaði uppi í þinginu fyrir sumarið. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti yfir í innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar, ráðherra Flokk fólksins, en það var gert á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Komi honum gjörsamlega í opna skjöldu Spurður hvernig tilfinningin sé að fá þessar fréttir svarar Örn: „Hún er alveg mjög slæm, afar slæm. Það er búið að vera undirbúa þetta og allir búnir að skipuleggja sig til þess að fá að veiða til loka ágústs. Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna.“ Hann kveðst hafa verið vongóður í upphafi dags um að lausn myndi finnast á þessu. Fyrr í dag sagði hann í samtali við fréttastofu að hann væri vongóður um að ráðherra myndi bæta við fimm þúsund tonnum í strandveiðipottinn. Tíðindi dagsins komi honum í opna skjöldu þó hann haldi enn í vonina. „Ég á nú ekki von á því að það sé búið að fullkemba þetta og við höfum bent þeim á ákveðnar leiðir sem hægt er að fara. Ég er ennþá sannfærður um það að þær veiðiheimildir sem eru í boði sem eru enn í pottinum verða ekki fullnýttar ef að strandveiðarnar koma ekki til með að veiða aðeins meira.“ Hann kveðst reikna með fundi með innviðaráðherra og segir forvitinn að vita hvernig hann muni bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Um mikinn tekjumissi sé að ræða „Miðað við veiðiheimildir í fyrra þá erum við að veiða um þúsund tonnum minna en í fyrra og meðalaflinn á bát er líka aðeins lægri. Á móti hefur fiskverðið lækkað. Þetta er ekki allslæmt ár. En að fá ekki að ljúka árinu er náttúrulega mjög slæmt. Það er ömurlegt fyrir menn að þurfa að sigla í land því að það nóg af þorski enn út á sjó.“
Strandveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35 Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35
Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31