Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 21:34 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, líst ekkert á heimsókn Ursulu von der Leyen hingað til lands. Vísir/Ívar Fannar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira