Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 21:34 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, líst ekkert á heimsókn Ursulu von der Leyen hingað til lands. Vísir/Ívar Fannar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira