Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 12:57 Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir málþófi stjórnarandstöðunnar að miklu leyti um að kenna að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði. vísir/vilhelm Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“ Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“
Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira