Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“ Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“
Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira