„Við viljum meira“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2025 23:15 Kelly, sem skoraði sigurmark Englands í úrslitum EM 2022, biður fólk vinsamlegast að róa sig. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT England er komið í úrslit á þriðja stórmótinu í röð þökk sé sigurmarki Chloe Kelly í framlengingu gegn Ítalíu. Þær ensku hafa þó hikstað á Evrópumótinu sem nú fram fer í Sviss. Eftir virkilega erfiðan leik gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum þurfti heldur betur dramatík til að koma Englandi í þriðja úrslitaleikinn í röð. Takist Spáni að leggja Þýskaland annað kvöld mætast England og Spánn í úrslitum líkt og þær gerðu á HM 2023 þar sem Spánn hafði betur. „Þetta virðist óraunverulegt. Svo mögnuð tilfinning. Þetta lið á ekkert minna skilið. Þrír úrslitaleikir í röð og við viljum meira,“ sagði hetjan Kelly skömmu eftir að flautað var til leiksloka í Genf. Kelly skoraði sigurmarkið þegar hún fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem hafði verið varin. „Ég reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Markið átti ekki að vera svona en markvörðurinn hafði augljóslega unnið heimavinnuna sína. Við förum aftur á teikniborðið og höldum áfram að æfa þessar vítaspyrnur. Sem betur fer náði ég frákastinu.“ Skot og ... mark.EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Hin 19 ára gamla Michelle Agyemang jafnaði metin í uppbótartíma og tryggði Englandi framlengingu. Hún kom einnig inn af bekknum gegn Svíþjóð og skoraði. „Hún er ótrúleg. Hún hefði átt að skora annað þegar boltinn hafnaði í þverslánni. Hún er með heiminn við fætur sér, ungur leikmaður með bjarta framtíð. Ég gæti ekki verið ánægðari fyrir hennar hönd.“ „Liðið sýndi þrautseigju og við komum til baka. Vonandi getum við gert okkur lífið auðveldara, við þurfum ekki allt þetta stress.“ „Við höfum vonina, við höfum trúnna og við höfum gæðin. Við þurfum bara að halda áfram, leggja hart að okkur á æfingum og sjá til þess að við séum klárar næstu helgi,“ sagði Kelly að endingu aðspurð hvort England gæti varið titilinn. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Eftir virkilega erfiðan leik gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum þurfti heldur betur dramatík til að koma Englandi í þriðja úrslitaleikinn í röð. Takist Spáni að leggja Þýskaland annað kvöld mætast England og Spánn í úrslitum líkt og þær gerðu á HM 2023 þar sem Spánn hafði betur. „Þetta virðist óraunverulegt. Svo mögnuð tilfinning. Þetta lið á ekkert minna skilið. Þrír úrslitaleikir í röð og við viljum meira,“ sagði hetjan Kelly skömmu eftir að flautað var til leiksloka í Genf. Kelly skoraði sigurmarkið þegar hún fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem hafði verið varin. „Ég reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Markið átti ekki að vera svona en markvörðurinn hafði augljóslega unnið heimavinnuna sína. Við förum aftur á teikniborðið og höldum áfram að æfa þessar vítaspyrnur. Sem betur fer náði ég frákastinu.“ Skot og ... mark.EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Hin 19 ára gamla Michelle Agyemang jafnaði metin í uppbótartíma og tryggði Englandi framlengingu. Hún kom einnig inn af bekknum gegn Svíþjóð og skoraði. „Hún er ótrúleg. Hún hefði átt að skora annað þegar boltinn hafnaði í þverslánni. Hún er með heiminn við fætur sér, ungur leikmaður með bjarta framtíð. Ég gæti ekki verið ánægðari fyrir hennar hönd.“ „Liðið sýndi þrautseigju og við komum til baka. Vonandi getum við gert okkur lífið auðveldara, við þurfum ekki allt þetta stress.“ „Við höfum vonina, við höfum trúnna og við höfum gæðin. Við þurfum bara að halda áfram, leggja hart að okkur á æfingum og sjá til þess að við séum klárar næstu helgi,“ sagði Kelly að endingu aðspurð hvort England gæti varið titilinn.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira