„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 13:23 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í borginni og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira