Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2025 14:33 Ein af hverjum fjórum þunguðum konum á Gasa er vannærð og eitt af hverjum fjórum börnum sömuleiðis. Erfitt hefur reynst að senda neyðaraðstoð inn á ströndina, þrátt fyrir fullyrðingar Ísraelsstjórnar um að engar hömlur séu á neyðaraðstoð. AP/Vísir Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ákvörðun Frakklandsforseta að viðurkenna Palestínu skipta máli en koma seint. Ísraelar hraði nú áætlunum sínum á Gasaströndinni til að ná fram markmiðum um að hreinsa Palestínumenn af svæðinu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49
Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20
Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51