Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2025 08:00 Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Anton Brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda sé magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Auk þess segir hann að 5,3 prósenta byggða- og nýliðunarkvótinn hafi smátt og smátt verið að færast til stórútgerðarinnar, í nafni svokallaðra skel- og rækjubóta sem ekki eigi lengur rétt á sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Sigurjóns á Vísi í morgun, þar sem hann sagði óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. „Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga.“ Gríðarleg skekkja í mælingum á þorskstofninum „Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna.“ „Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi,“ segir Sigurjón. Þá segir hann að fyrirtæki innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sæki æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. „Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð.“ Loks segir Sigurjón að ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta, en þar megi nefna lítið brottkast, áreiðanleg vigtun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum mörkva. Þá sé samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar, og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Auk þess segir hann að 5,3 prósenta byggða- og nýliðunarkvótinn hafi smátt og smátt verið að færast til stórútgerðarinnar, í nafni svokallaðra skel- og rækjubóta sem ekki eigi lengur rétt á sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Sigurjóns á Vísi í morgun, þar sem hann sagði óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. „Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga.“ Gríðarleg skekkja í mælingum á þorskstofninum „Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna.“ „Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi,“ segir Sigurjón. Þá segir hann að fyrirtæki innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sæki æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. „Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð.“ Loks segir Sigurjón að ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta, en þar megi nefna lítið brottkast, áreiðanleg vigtun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum mörkva. Þá sé samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar, og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07