Fótbolti

James með á æfingu í dag

Siggeir Ævarsson skrifar
Lauren James í leik gegn Spáni fyrr á árinu
Lauren James í leik gegn Spáni fyrr á árinu Vísir/Getty

England og Spánn mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í knattspyrnu á morgun en stærsta spurningamerkið í uppstillingu Englands hefur verið Lauren James.

James fór meidd af velli í undanúrslitaleiknum gegn Ítalíu og kældi á sér ökklann á bekknum eftir skiptinguna. Hún tók þó fullan þátt í æfingu liðsins í dag en Sarina Wiegman, þjálfari enska liðsins, hefur verið mjög íhaldssöm með byrjunarlið sitt á mótinu.

Níu leikmenn liðsins hafa byrjað alla leikina og James er ein af þeim. Nú þarf Wiegman að gera upp við sig hvort James byrji leikinn eða hvort hún vilji eiga hana inni sem varamann ef í harðbakkann slær. Beth Mead eða Chloe Kelly munu væntanlega fá tækifæri í byrjunarliðinu ef James byrjar á bekknum. 

Kelly skoraði sigurmark Englands í leiknum gegn Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×