Bátar brenna í Bolungarvík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2025 11:59 Tjónið virðist mikið. Jón Páll Hreinsson Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn í dag. Mikið viðbragð er á vettvangi og slökkvistarf stendur yfir. Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is
Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira