Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2025 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinar. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. Guðlaugur Þór og Dagbjört rökræddu Evrópumálin á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun í ljósi fregna af fyrirhuguðum tollum Evrópusambandsins meðal annars á EES-ríki eins og Ísland og Noreg. Meðal þess sem kom fram í máli Guðlaugs Þórs var að orðræða ríkisstjórnarinnar um kosti þess að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála stæðist engan veginn. „Ég lagði gríðarlega áherslu á það og tókst mjög vel til að auka öryggis- og varnarmálin í minni tíð sem utanríkisráðherra. Hér voru stærstu heræfingar, og stærstu herframkvæmdir sem hafa verið hér nokkurn tímann, en það var mjög lítill áhugi á því. Núna skilur fólk af hverju við gerðum þetta og hversu mikilvægt þetta er.“ „Allt þetta sem við gerðum hefur ekkert með Evrópusambandið að gera. Grunnurinn að okkar vörnum er tvíhliða varnarsamningur við Bandaríkin og aðild að Nato,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá væri það einnig ótækt að þingmenn og þjóðin hefðu borist fregnir af fyrirhuguðum tollum í gegnum norska fjölmiðla, og þeir hafi ekkert verið ræddir á fundi utanríkismálanefndar á mánudaginn. Evrópusambandið brjóti gegn EES-samningnum Þá sagði Guðlaugur það áhyggjuefni að Evrópusambandið væri með það til skoðunar að brjóta gegn EES-samningnum með fyrirhuguðum tollum, og einnig væri það áhyggjuefni að ESB stigi fram og segi umsókn Íslands gilda. „Evrópusambandið kemur og segir: Við plötuðum ykkur í tíu ár, og þið eruð með aðildarumsókn í gildi. Við höfum ekki sagt einum ráðherra frá þessu í tíu ár, fyrr en það kemur ráðherra sem er okkur þóknanlegur.“ „Þetta er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þá sagði Guðlaugur að þegar menn væru of uppteknir af því að ganga í Evrópusambandið væri hætta á því að fólk missi sjónar á aðalatriðunum varðandi hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB. Þétt samtal í gangi við fulltrúa ESB Dagbjört Hákonardóttir segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hefur hafi verið þétt samtal í gangi við fullrúa Evrópusambandsins síðan í desember, þegar málið kom á borð ráðuneytisins. „Hér er um að ræða mjög mikilvægt hráefni fyrir sambandið, og það eru auðvitað ekki okkar vörur sem eru að þrýsta niður verði á þessum markaði, þetta er mikilvægur varningur fyrir evrópska virðiskeðju.“ „Það hefur aldrei reynt meira á diplómasíuna en núna. Oft hefur verið mikilvægt að halda samtalinu virku og gangandi, en þegar svona kemur upp þá auðvitað verður maður að bregðast hratt við.“ Stjórnvöld eru þá að reyna vinda ofan af þessu? „Við getum auðvitað sett það þannig upp að hérna sé í raun að hefjast ákveðinn andmælaréttur af hálfu Íslands og Noregs.“ „Hér er auðvitað gjörbreytt staða í tollamálum á heimsvísu. Það er auðvitað slæmt þegar innri markaðurinn er ekki að fúnkera eins og hann á að fúnkera, að mati íslenskra stjórnvalda að hér beri að virða fjórfrelsið meðal annars varðandi þetta, þessar hrávörur,“ segir Dagbjört. „Það er bara hreinlega verið að reyna á íslensk stjórnvöld og norsk, að sýna fram á það hvers vegna tollar eiga að haldast óbreyttir í þeirri gjörbreyttu stöðu sem ríkir núna.“ Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sprengidagur Bylgjan Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. 26. júlí 2025 12:46 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Guðlaugur Þór og Dagbjört rökræddu Evrópumálin á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun í ljósi fregna af fyrirhuguðum tollum Evrópusambandsins meðal annars á EES-ríki eins og Ísland og Noreg. Meðal þess sem kom fram í máli Guðlaugs Þórs var að orðræða ríkisstjórnarinnar um kosti þess að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála stæðist engan veginn. „Ég lagði gríðarlega áherslu á það og tókst mjög vel til að auka öryggis- og varnarmálin í minni tíð sem utanríkisráðherra. Hér voru stærstu heræfingar, og stærstu herframkvæmdir sem hafa verið hér nokkurn tímann, en það var mjög lítill áhugi á því. Núna skilur fólk af hverju við gerðum þetta og hversu mikilvægt þetta er.“ „Allt þetta sem við gerðum hefur ekkert með Evrópusambandið að gera. Grunnurinn að okkar vörnum er tvíhliða varnarsamningur við Bandaríkin og aðild að Nato,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá væri það einnig ótækt að þingmenn og þjóðin hefðu borist fregnir af fyrirhuguðum tollum í gegnum norska fjölmiðla, og þeir hafi ekkert verið ræddir á fundi utanríkismálanefndar á mánudaginn. Evrópusambandið brjóti gegn EES-samningnum Þá sagði Guðlaugur það áhyggjuefni að Evrópusambandið væri með það til skoðunar að brjóta gegn EES-samningnum með fyrirhuguðum tollum, og einnig væri það áhyggjuefni að ESB stigi fram og segi umsókn Íslands gilda. „Evrópusambandið kemur og segir: Við plötuðum ykkur í tíu ár, og þið eruð með aðildarumsókn í gildi. Við höfum ekki sagt einum ráðherra frá þessu í tíu ár, fyrr en það kemur ráðherra sem er okkur þóknanlegur.“ „Þetta er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þá sagði Guðlaugur að þegar menn væru of uppteknir af því að ganga í Evrópusambandið væri hætta á því að fólk missi sjónar á aðalatriðunum varðandi hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB. Þétt samtal í gangi við fulltrúa ESB Dagbjört Hákonardóttir segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hefur hafi verið þétt samtal í gangi við fullrúa Evrópusambandsins síðan í desember, þegar málið kom á borð ráðuneytisins. „Hér er um að ræða mjög mikilvægt hráefni fyrir sambandið, og það eru auðvitað ekki okkar vörur sem eru að þrýsta niður verði á þessum markaði, þetta er mikilvægur varningur fyrir evrópska virðiskeðju.“ „Það hefur aldrei reynt meira á diplómasíuna en núna. Oft hefur verið mikilvægt að halda samtalinu virku og gangandi, en þegar svona kemur upp þá auðvitað verður maður að bregðast hratt við.“ Stjórnvöld eru þá að reyna vinda ofan af þessu? „Við getum auðvitað sett það þannig upp að hérna sé í raun að hefjast ákveðinn andmælaréttur af hálfu Íslands og Noregs.“ „Hér er auðvitað gjörbreytt staða í tollamálum á heimsvísu. Það er auðvitað slæmt þegar innri markaðurinn er ekki að fúnkera eins og hann á að fúnkera, að mati íslenskra stjórnvalda að hér beri að virða fjórfrelsið meðal annars varðandi þetta, þessar hrávörur,“ segir Dagbjört. „Það er bara hreinlega verið að reyna á íslensk stjórnvöld og norsk, að sýna fram á það hvers vegna tollar eiga að haldast óbreyttir í þeirri gjörbreyttu stöðu sem ríkir núna.“ Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Sprengidagur Bylgjan Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. 26. júlí 2025 12:46 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14
„Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. 26. júlí 2025 12:46