Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 10:33 Skýrslan var gerð að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þáverandi utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira