Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Valur Páll Eiríksson skrifar 31. júlí 2025 10:45 Alexander Isak hefur skorað 62 mörk í 109 leikjum fyrir Newcastle og spilaði stórkostlega vel á síðasta tímabili. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Sænski framherjinn Alexander Isak hefur fengið hæli hjá fyrrum félagi sínu Real Sociedad á meðan hann neitar að vera með liðsfélögum sínum í Newcastle í Austurlöndum fjær. Framtíð Isak hefur verið mikið til umræðu í sumar og virðist fátt ætla að koma í veg fyrir brottför hans frá Newcastle United. Hann ferðaðist ekki með liðinu í Asíu í æfinga- og keppnisferð og er fastlega orðaður við Liverpool. Isak hefur verið orðaður við önnur félög, meðal annars í Sádi-Arabíu, en ef marka má breska fjölmiðla vill hann aðeins ganga í raðir Englandsmeistaranna. Einhverjir miðlar segja Isak þegar hafa náð samkomulagi við Liverpool og aðrir segja að Newcastle og Liverpool séu við að hefja samningsviðræður um kaupverð. Isak fór ekki með Newcastle til Asíu fyrr í þessum mánuði en liðið tapaði fyrir Arsenal í Singapúr 27. júlí og stjörnuliði kóresku úrvalsdeildarinnar í gær. Næst er leikur við Tottenham Hotspur 3. ágúst áður en liðið heldur heim á leið. Einhvern veginn þarf Isak að halda sér við og hefur hann fengið hæli hjá fyrrum félagi sínu Real Sociedad. Með Sociedad leikur Orri Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði Íslands. Ef marka má breska og spænska miðla æfir Isak þó ekki með liðinu heldur er þar með einkaþjálfara og æfir einn til að halda sér við. Isak er 25 ára gamall og lék í þrjú ár fyrir Sociedad, frá 2019 til 2022, áður en Newcastle reiddi fram um 63 milljónir punda fyrir framherjann. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Newcastle. Liverpool er sagt þurfa að reiða fram hátt í 120 milljónir punda til að tryggja sér krafta Isak en liðið hefur þegar keypt bæði Hugo Ekitike og Florian Wirtz í framliggjandi stöður fyrir tæplega 180 milljónir. Newcastle hefur leitað lifandi ljósi að framherja í sumar en sú leit gengið illa. Newcastle vildi til að mynda fá Ekitike en varð ekki erindi sem erfiði. Liðið færði þá augu sín að Slóvenanum Benjamin Sesko hjá RB Leipzig en útlit er fyrir að sá vilji frekar fara til Manchester United. Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Knattspyrnustjóri Newcastle United var spurður út í framtíð sænska framherjans Alexander Isak en búist er við því að Liverpool bjóði metupphæð í leikmanninn. 29. júlí 2025 14:01 Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Alan Shearer er allt annað en sáttur með að félagið hans Newcastle United þurfi mögulega að horfa á eftir sínum besta leikmanni til Englandsmeistara Liverpool. Hann er sérstaklega óhress með skilaboðin sem berast frá félaginu sjálfu. 25. júlí 2025 21:45 Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Hetja Newcastle í deildabikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili segir það yrði slæmt fyrir leikmannahópinn fari svo að sænski framherjinn Alexander Isak yfirgefi félagið. 25. júlí 2025 19:31 Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Alexander Isak óskaði sjálfur eftir því að fara ekki með í æfingaferð Newcastle til Asíu og vill fara frá félaginu. 24. júlí 2025 14:32 Isak fer ekki í æfingaferðina Alexander Isak fer ekki með Newcastle í æfingaferðina til Asíu vegna meiðsla í læri. 24. júlí 2025 09:03 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Framtíð Isak hefur verið mikið til umræðu í sumar og virðist fátt ætla að koma í veg fyrir brottför hans frá Newcastle United. Hann ferðaðist ekki með liðinu í Asíu í æfinga- og keppnisferð og er fastlega orðaður við Liverpool. Isak hefur verið orðaður við önnur félög, meðal annars í Sádi-Arabíu, en ef marka má breska fjölmiðla vill hann aðeins ganga í raðir Englandsmeistaranna. Einhverjir miðlar segja Isak þegar hafa náð samkomulagi við Liverpool og aðrir segja að Newcastle og Liverpool séu við að hefja samningsviðræður um kaupverð. Isak fór ekki með Newcastle til Asíu fyrr í þessum mánuði en liðið tapaði fyrir Arsenal í Singapúr 27. júlí og stjörnuliði kóresku úrvalsdeildarinnar í gær. Næst er leikur við Tottenham Hotspur 3. ágúst áður en liðið heldur heim á leið. Einhvern veginn þarf Isak að halda sér við og hefur hann fengið hæli hjá fyrrum félagi sínu Real Sociedad. Með Sociedad leikur Orri Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði Íslands. Ef marka má breska og spænska miðla æfir Isak þó ekki með liðinu heldur er þar með einkaþjálfara og æfir einn til að halda sér við. Isak er 25 ára gamall og lék í þrjú ár fyrir Sociedad, frá 2019 til 2022, áður en Newcastle reiddi fram um 63 milljónir punda fyrir framherjann. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Newcastle. Liverpool er sagt þurfa að reiða fram hátt í 120 milljónir punda til að tryggja sér krafta Isak en liðið hefur þegar keypt bæði Hugo Ekitike og Florian Wirtz í framliggjandi stöður fyrir tæplega 180 milljónir. Newcastle hefur leitað lifandi ljósi að framherja í sumar en sú leit gengið illa. Newcastle vildi til að mynda fá Ekitike en varð ekki erindi sem erfiði. Liðið færði þá augu sín að Slóvenanum Benjamin Sesko hjá RB Leipzig en útlit er fyrir að sá vilji frekar fara til Manchester United.
Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Knattspyrnustjóri Newcastle United var spurður út í framtíð sænska framherjans Alexander Isak en búist er við því að Liverpool bjóði metupphæð í leikmanninn. 29. júlí 2025 14:01 Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Alan Shearer er allt annað en sáttur með að félagið hans Newcastle United þurfi mögulega að horfa á eftir sínum besta leikmanni til Englandsmeistara Liverpool. Hann er sérstaklega óhress með skilaboðin sem berast frá félaginu sjálfu. 25. júlí 2025 21:45 Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Hetja Newcastle í deildabikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili segir það yrði slæmt fyrir leikmannahópinn fari svo að sænski framherjinn Alexander Isak yfirgefi félagið. 25. júlí 2025 19:31 Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Alexander Isak óskaði sjálfur eftir því að fara ekki með í æfingaferð Newcastle til Asíu og vill fara frá félaginu. 24. júlí 2025 14:32 Isak fer ekki í æfingaferðina Alexander Isak fer ekki með Newcastle í æfingaferðina til Asíu vegna meiðsla í læri. 24. júlí 2025 09:03 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Knattspyrnustjóri Newcastle United var spurður út í framtíð sænska framherjans Alexander Isak en búist er við því að Liverpool bjóði metupphæð í leikmanninn. 29. júlí 2025 14:01
Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Alan Shearer er allt annað en sáttur með að félagið hans Newcastle United þurfi mögulega að horfa á eftir sínum besta leikmanni til Englandsmeistara Liverpool. Hann er sérstaklega óhress með skilaboðin sem berast frá félaginu sjálfu. 25. júlí 2025 21:45
Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Hetja Newcastle í deildabikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili segir það yrði slæmt fyrir leikmannahópinn fari svo að sænski framherjinn Alexander Isak yfirgefi félagið. 25. júlí 2025 19:31
Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Alexander Isak óskaði sjálfur eftir því að fara ekki með í æfingaferð Newcastle til Asíu og vill fara frá félaginu. 24. júlí 2025 14:32
Isak fer ekki í æfingaferðina Alexander Isak fer ekki með Newcastle í æfingaferðina til Asíu vegna meiðsla í læri. 24. júlí 2025 09:03