Innlent

Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldgosið hófst þann 16. júlí og er það sagt halda áfram af nokkuð stöðugum krafti. Þó hafi dregið úr strókavirkni þess.
Eldgosið hófst þann 16. júlí og er það sagt halda áfram af nokkuð stöðugum krafti. Þó hafi dregið úr strókavirkni þess. Vísir/BJörn Steinbekk

Eldgosið á Reykjanesi heldur áfram af stöðugum krafti og bendir greining til þess að hraunið muni leita í átt að Innri Sandhól, þar sem ferðamenn hafa safnast saman. Þá mælist enn kvikusöfnun undir Svartsengi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri uppfærslu á eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni frá Veðurstofu Íslands.

Eldgosið hófst þann 16. júlí og er það sagt halda áfram af nokkuð stöðugum krafti. Þó hafi dregið úr strókavirkni þess.

Þá benda gervihnattamyndir og mælingar til þess að hraunbreiðan haldi áfram að þykkna, þó ekki hafi orðið miklar breytingar á útbreiðslu hennar undanfarna daga.

Þetta eykur hættu á því að yfirborð hraunjaðarsins geti brostið án fyrirvara. Slík framhlaup eru lífshættulegt og segir í grein Veðurstofunnar að því sé brýnt að halda sig fjarri hraunjaðrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×