Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 18:26 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. Í færslu á Truth Social vísar Donald Trump Bandaríkjaforseti til „afar ögrandi ummæla“ Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands og nú varaformann öryggisráðs Rússlands. Medvedev hefur gjarnan látið gamminn geisa síðustu daga og hótað stríði við Bandaríkin, sérstaklega eftir að Bandaríkjaforsetinn stytti frest Rússa til að semja um vopnahlé við Úkraínumenn úr fimmtíu dögum niður í tólf en annars þyrftu þeir að þola tolla. „Ég hef fyrirskipað að tveimur kjarnorkukafbátum verði komið fyrir á viðeigandi svæðum, bara ef þessar heimskulegu og æsandi yfirlýsingar eru meira en bara orð,“ skrifar Trump. Í fyrradag, miðvikudag, skrifaði Medvedev á X að „hver einasti úrslitakostur er hótun eða skref í átt að stríði. Ekki milli Rússlands og Úkraínu, heldur við sitt eigið land.“ Medvedev varaði Trump við að „fara ekki sömu leið og syfjaði Jói“ en það er uppnefni Trumps fyrir forvera sinn Joe Biden. Þá áréttaði hann einnig að Rússar væru ekki Ísraelar eða Íranar. Þetta virðist hafa farið illa í Bandaríkjaforseta sem hefur nú, sem fyrr segir, ræst út kjarnorkukafbáta. „Orð eru mjög mikilvæg og geta oft leitt til ófyrirséðra afleiðinga. Ég vona að þetta verði ekki eitt af þeim tilvikum,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við. Donald Trump Kjarnorka Úkraína X (Twitter) Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27 Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Í færslu á Truth Social vísar Donald Trump Bandaríkjaforseti til „afar ögrandi ummæla“ Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands og nú varaformann öryggisráðs Rússlands. Medvedev hefur gjarnan látið gamminn geisa síðustu daga og hótað stríði við Bandaríkin, sérstaklega eftir að Bandaríkjaforsetinn stytti frest Rússa til að semja um vopnahlé við Úkraínumenn úr fimmtíu dögum niður í tólf en annars þyrftu þeir að þola tolla. „Ég hef fyrirskipað að tveimur kjarnorkukafbátum verði komið fyrir á viðeigandi svæðum, bara ef þessar heimskulegu og æsandi yfirlýsingar eru meira en bara orð,“ skrifar Trump. Í fyrradag, miðvikudag, skrifaði Medvedev á X að „hver einasti úrslitakostur er hótun eða skref í átt að stríði. Ekki milli Rússlands og Úkraínu, heldur við sitt eigið land.“ Medvedev varaði Trump við að „fara ekki sömu leið og syfjaði Jói“ en það er uppnefni Trumps fyrir forvera sinn Joe Biden. Þá áréttaði hann einnig að Rússar væru ekki Ísraelar eða Íranar. Þetta virðist hafa farið illa í Bandaríkjaforseta sem hefur nú, sem fyrr segir, ræst út kjarnorkukafbáta. „Orð eru mjög mikilvæg og geta oft leitt til ófyrirséðra afleiðinga. Ég vona að þetta verði ekki eitt af þeim tilvikum,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við.
Donald Trump Kjarnorka Úkraína X (Twitter) Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27 Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27
Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10