Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 23:53 „Hvað sem við köllum það, þá er það ekki stóra málið,“ segir Þorgerður Katrín meðal annars þegar hún er spurð hvort Economist hafi haft rétt á eftir henni að hún vilji stofna íslenska leyniþjónustu. vísir/ívar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að styðja þurfi frekar við stofnanir sem sjá um öryggis- og varnamál. Hvað við köllum það, til dæmis leyniþjónustu, sé ekki stóra málið enda vilji hún ekki fara í „orðaleiki“. Þorgerður Katrín fór í viðtal hjá The Economist í júlí þar sem hún lét hafa eftir sér að hún styddi að stofnuð yrði íslensk leyniþjónusta. En í samtali við blaðamann Vísis víkur utanríkisráðherra undan því að svara beint hvort breska viðskiptablaðið hafi haft rétt eftir sér þegar fjallað var um stofnun hugsanlegrar leyniþjónustu á Íslandi. „Það sem að ég er segja, og sagði þarna, er að það er augljóst að við þurfum að byggja upp meiri þekkingu og meiri greiningargetu heldur en við höfum núna,“ segir hún innt eftir því hvort rangt væri eftir sér haft og bætir við: „Hvað sem við köllum það, þá er það ekki stóra málið.“ Styðja þurfi við Cert-Is Utanríkisráðherra segir skýrt að efla þurfi öryggisinnviði, byggja upp eigin þekkingu á öryggis- og varnarmálum, og styrkja stofnanir sem sinna öryggismálum; netöryggissveitina Cert-Is, Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra. „Í þessari stöðu í heimsmálum þurfum við að vera fókuseruð á það sem við þurfum að gera og getum gert og við þurfum að byggja enn frekar og styðja við þær stofnanir sem eru fyrir,“ segir hún og ítrekar: „Við þurfum einfaldlega að styðja þær áfram til þess að þær geti stutt þessi öryggis- og varnarsjónarmið sem að þær gegna nú í dag og það mun ekki minnka með árunum.“ Eigi í góðu samstarfi við Bandaríkin Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við Mörð Áslaugarson, sem er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og var áður fulltrúi Pírata í stjórn Rúv, þar sem hann lýsti áhyggjum af því að íslensk stjórnsýsla sé nær öll orðin rafræn og hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýddi að bandarísk stjórnvöld gætu á grundvelli laga um þjóðaröryggi, sem sé undir núverandi Bandaríkjastjórn afar teygjanlegt hugtak, auðveldlega nálgast þau gögn. Spurð út í þetta undirstrikar Þorgerður að samstarf við Bandaríkin á sviði varnar- og öryggismála hafi verið afar gott. „En eins og ég sagði áðan, staða heimsmála er einfaldlega þannig að við verðum að geta að einhverju leyti byggt upp okkar sjálfstæða mat á því hvað við þurfum að gera til þess að tryggja öryggi okkar, varnir og það sem við þurfum ekki síst til að tryggja okkar innviði.“ Mikil vinna hafi átt sér stað þvert á flokka um öryggis- og varnarmál og Þorgerður vonar að sú vinna haldi áfram. „Þannig að menn fari nú ekki í einhverja orðaleiki núna. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að takast á við og þetta, sem og aðrar ógnanir og fleira.“ Öryggis- og varnarmál Netöryggi Viðreisn Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers. 3. ágúst 2025 18:34 Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. 4. ágúst 2025 10:03 „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. 4. ágúst 2025 19:22 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þorgerður Katrín fór í viðtal hjá The Economist í júlí þar sem hún lét hafa eftir sér að hún styddi að stofnuð yrði íslensk leyniþjónusta. En í samtali við blaðamann Vísis víkur utanríkisráðherra undan því að svara beint hvort breska viðskiptablaðið hafi haft rétt eftir sér þegar fjallað var um stofnun hugsanlegrar leyniþjónustu á Íslandi. „Það sem að ég er segja, og sagði þarna, er að það er augljóst að við þurfum að byggja upp meiri þekkingu og meiri greiningargetu heldur en við höfum núna,“ segir hún innt eftir því hvort rangt væri eftir sér haft og bætir við: „Hvað sem við köllum það, þá er það ekki stóra málið.“ Styðja þurfi við Cert-Is Utanríkisráðherra segir skýrt að efla þurfi öryggisinnviði, byggja upp eigin þekkingu á öryggis- og varnarmálum, og styrkja stofnanir sem sinna öryggismálum; netöryggissveitina Cert-Is, Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra. „Í þessari stöðu í heimsmálum þurfum við að vera fókuseruð á það sem við þurfum að gera og getum gert og við þurfum að byggja enn frekar og styðja við þær stofnanir sem eru fyrir,“ segir hún og ítrekar: „Við þurfum einfaldlega að styðja þær áfram til þess að þær geti stutt þessi öryggis- og varnarsjónarmið sem að þær gegna nú í dag og það mun ekki minnka með árunum.“ Eigi í góðu samstarfi við Bandaríkin Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við Mörð Áslaugarson, sem er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og var áður fulltrúi Pírata í stjórn Rúv, þar sem hann lýsti áhyggjum af því að íslensk stjórnsýsla sé nær öll orðin rafræn og hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýddi að bandarísk stjórnvöld gætu á grundvelli laga um þjóðaröryggi, sem sé undir núverandi Bandaríkjastjórn afar teygjanlegt hugtak, auðveldlega nálgast þau gögn. Spurð út í þetta undirstrikar Þorgerður að samstarf við Bandaríkin á sviði varnar- og öryggismála hafi verið afar gott. „En eins og ég sagði áðan, staða heimsmála er einfaldlega þannig að við verðum að geta að einhverju leyti byggt upp okkar sjálfstæða mat á því hvað við þurfum að gera til þess að tryggja öryggi okkar, varnir og það sem við þurfum ekki síst til að tryggja okkar innviði.“ Mikil vinna hafi átt sér stað þvert á flokka um öryggis- og varnarmál og Þorgerður vonar að sú vinna haldi áfram. „Þannig að menn fari nú ekki í einhverja orðaleiki núna. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að takast á við og þetta, sem og aðrar ógnanir og fleira.“
Öryggis- og varnarmál Netöryggi Viðreisn Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers. 3. ágúst 2025 18:34 Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. 4. ágúst 2025 10:03 „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. 4. ágúst 2025 19:22 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers. 3. ágúst 2025 18:34
Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. 4. ágúst 2025 10:03
„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. 4. ágúst 2025 19:22