Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:51 Engin virkni sést á myndavélum. Skjáskot/Afar Allt bendir til þess að gosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið, um tuttugu dögum eftir að það hófst. Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira